sunnudagur, nóvember 13, 2005

Agureyrish

Eins og þegar hefur komið fram hér á síðunni voru uppi hugmyndir um Agureyrishferð helgina 18-20.nóv n.k. Er þetta víst barasta um næstu helgi. Adólf hefur gengið í málið og er búin að bóka íbúð þessa umræddu helgi. Staðsetning á íbúð þessari er okkur V.Í.N.-liðum að góðu kunn en þetta er auðvitað Furulundurinn góði.
Ferð þessi er eingöngu hugsuð sem upphitarferð fyrir skíða-og menningarferðina til Agureyrish 2006 ásamt því að rifja upp skíðakunnáttunna. Nú er bara málið að duska rykið af skíðunum og skella sér með norður yfir heiðar. Fjöri skal ég ykkir lofa. Það þarf vart að taka það fram að ýmisleg ævintýri hafa nú gerst í þessum upphitnarferðum og frægir áhrifamenn verið að skemmta sér með okkur. Svo að svona ferðum vill engin missa af sem telur sig vera glaumgosa og gleðipinna.
Sérstaklega er kvennfólk innan mengis og innan kjörþyngdar boðið velkomið með.

Að lokum er allir hvattir til að fara á skeljarnar og biðja snjóbænina ásamt því að stíga snjódanzinn.

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!