mánudagur, apríl 25, 2005

Líkt og tvo hin fyrri ár þá fagnaði V.Í.N. sumri með gönguferð á Snæfellsjökull sumardaginn fyrsta. Eins og áður sagði þá var þetta árið engin undantekning. Allt stefndi í metþátttöku að þessu sinni. Það var svo á miðvikudagkveldinu, þ.e. síðasta vétrardag sem fyrra holið lagði af stað í leiðangur vestur á land. Eftir að fólk gerði inn matarkaup var hægt að komast úr bænum og í sveitaloftið. Þeir sem fóru á miðvikudagskveldinu voru:

Stebbi Twist, Maggi Móses og Dodda-pylsu Doddi á Lady Krúser.

Minnsti Stúfur og VJ á Lilla

Lyklalausi maðurinn, Katý og börn á Galloper.

Um 21:00 var stefnan tekinn á Snæfellsnesið. Stutt pylsu og hammarastopp var gert í Borgarnesi. Þegar ferðalangar voru orðnir mettir var ekkert annað að gera nema að koma sér á þjóðveginn og fjósa á Arnarstapa. Ferðin þangað frá Borgarnesi var heldur tíðindalaus nema hvað að engan höfðum við geislaspilarann og þurftum að láta ríkið duga. Við renndum svo á tjaldstæðið á Arnarstapa rúmlega 23:00 um kveldið. Þrátt fyrir margra mánaða hvíld þá gekk mönnum vel að slá upp tjaldbúðum, greinilegt að menn hafa engu gleymt í þeim efnum og koma til með að mæta sterkir til leiks í sumar. Eftir að tjöldin voru upprisin þá var bekkur góður sóttur og svo var setið með öl við hönd og málin rædd. Skálað fyrir nýju sumri á miðnætti og sumarið planað. Menn skriðu svo í rekkju um 02:00 aðfararnótt sumardagsins fyrsta 2005.

Það var svo um 09:00 að morgni sumardagsins hins fyrsta er fólk vaknaði. Var þar á ferðinni Frú Toggi sem bauð öllum góðan dag og leið og hún vakti okkur. Þarna voru sem sagt mætt á svæðið þau:

Tiltektar- Toggi, Frú Toggi og Arnar Tyroliabróðir á Herbie.

Menn spruttu á lappir og hófust um leið hefðbundin morgunverk, líkt og glöggir lesendur ættu nú að vita, morgunmat, morgunmessu og Mullersæfingar. Eftir 3M þá felldu menn tjöldin og allir voru fullir eftirvæntingar um það sem koma skyldi. Eftir að tjaldborgin var fallinn var næst málið að koma sér í nýlenduvöruverzluna. Þar var fólki tjáð að bannað væri að keyra á grasinu. Eftir að hafa fyllt vatnsbrúsa og verzlað inn rafhlöður var hægt að koma sér upp að jökli. Þegar þanngað var komið og við fórum slóðann upp að skíðalyftunni þar sem mokkrir skaflar voru á leið okkur og ekki mikið mál, ekki einu sinni fyrir Herbie. Í einum skaflinum urðu menn aðeins að í hver kæmist lengra og að sjálfsögðu endaði með því að báðir sáttu fastir. Bara gaman að því. Eftir smá úrhleypingar og skóflunotkun þá losnuðu báðir bílarnir og við komust lengra akandi. Sem er mjög gott þar sem spöruðust heilir 700 m. Það endaði svo með því að leggja þurfti Barbí og draga fram skíðin en allir sem voru í Barbí voru á skíðum. Allir hinir voru á tveimur jafnljótum, upp í það minnsta. Það var svo loks um hádegi sem lagt var í brattann. Hinir höfðu lagt af stað aðeins á undan okkur. Þarna leit jökulinn ágætlega út og þetta var bara hið besta mál. Þegar skinin voru kominn undir skíðin þá var ekkert að gera nema þrama af stað. Fyrir einhvern rangan misskilning þá var Perrinn skilin eftir. Við hittum svo restina af hópnum við skíðalyftuna og var þar gerð fyrsta pásan sem var frekar stutt. Þeir fótgangandi heldu svo upp hrygginn v/m við lyftuna meðan við á skíðunum fóru bara undir lyftunni. Við hittumst svo aftur við neðri þúfuna en þá var aðeins farið byrgja sýn. Við heldum samt ótrauð áfram með bjartsýnina að leiðarljósi um að það myndi létta til fljótlega og jökulinn rífa sig. Allir þá sáttir og glaðir. En eftir því sem ofar dró þá þéttist bara þokan og endaði með því að við sáum varla út fyrir buxnaklaufina á okkur. Það var því gengið eftir minni og svo giskað á rest. Tiltektar-Toggi var með GPS-tæki og var það notað til viðmiðunar þá aðallega til að sjá hvort við vorum ekki örugglega að hækka okkur. Eins og kom hér fram þá var skyggni frekar fágætt, bara farið að minna mann á Cortina hér forðum, þrátt fyrir það þá tókst okkur að ramba á toppinn eða í það minnsta það sem við heldum að værum toppurinn þangað til að annað kemur í ljós. Tiltektar-Toggi náði að finna blett þar sem logn var og snæddum við þar toppanestið og sumir gerðu skíðabúnaðinn klárann. Þar sem skyggni var af skornum skammti þá var ráðið að vera í samfloti niður á við svo að menn færu nú ekki að taka vitlausar beygjur einhversstaðar og enda niðri hjá Þórði á Dagverðará eða Hellisandshangikjétinu. Nóg um það. Það var heldur ekki mikið fyrir færinu að fara þarna í efri hlutanum. Greinilegt var að þarna hafði frosið saman vetur og sumar. Það hlýtur bara að boða turbosumar 2005. Menn renndu sér frekar hægt og eins og sjötugar tjéllingar til að byrja menn og voru ansi oft búnir að renna á rassaling. Það var svo ekki fyrr en svona 1100.m.y.s sem færið fór að mýkjast um leið og það fór að verða nokkurn vegin á hreinu hvert átti að fara. Við komum svo aftur að Barbí rétt fyrir 15:00. Tiltektar-Toggi og Frú Toggi bættust svo í hópinn aðeins seinna en Dodda-pylsu Doddi hafði rennt sér áfram niður. Þau hjónaleysingar yfirgáfu svo Barbí 700m neðar og fóru yfir í sinn Herbie. Við pikkuðum svo Dodda upp einhverju neðar og þegar hann var kominn um borð var stefnan sett á menninguna. Við heyrðum svo aðeins í Perranum þar sem hann var staddur við göngin hin hressasti. Loftstopp var gert á vegamótum og síðan ekið sem leið lá í nesið þar sem ætlunin var að hoppa í sundlaugina sem þegar við komum þar var aðeins 15.mín í upprekstur svo ekki tók því að dífa sér þar ofan í. Þarna var hungrið farið að segja til sín svo ákveðið var að heilsa upp á Dússa á Dússabar. Þar var líka lokað en þá birtist Dússi og opnaði fyrir okkur nema hvað engin var kokkurinn svo við höfðum ekki mikið þarna að sækja. Niðurstaðan var því að kíkja á Shellskálann var fjölskyldutilboð var tekið og það étið á staðnum. Þaðan fórum við mettir um 18:30 og enduðum fyrstu sumarferð V.Í.N. á því herrans ári 2005. Nú bíða menn bara spenntir eftir næstu ferð og af nógu ef að taka.

Að lokum er svo fólk hvatt til þess að gefa öllum öræfaótta langt nef og drullast með í næstu ferðir og þar sér í lagi stór ammælisferð í Þórsmörk þegar fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð verður farinn. Þess má geta að skráning er hafin. Fyrstir panta fyrstir eiga þá möguleika á stórglæsilegum vinningum. Svo er næsta undirbúnings- og eftirlitsferð ekki langt undan

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!