Hugleiðingar um næstu helgi:
Enn vantar dagskrá fyrir næstu helgi. Eftir Stóra-Smástrákagilsmálið er spurning hvort ekki sé rétt að halda í hefðir þannig að ég legg til að Þjórsárdalur verði áfangastaður laugardagskvöldsins, flestir ættu að rata upp á efra tjaldsvæðið þar. Spurning hvernig best er að koma sér þangað? Lagði höfuðið í smá maríneríngu um síðustu helgi með örlítilli hjálp blautbrauðs og fljótlega eftir helgina kom eftirfarandi rúntur upp í kollinn á mér:
Föstudagur: Lagt af stað um kl. 19 og keyrt austur á Þingvelli og þaðan norður Uxahryggjaleið. Beygjum við svo til austurs skammt norðan Sandkluftavatns og förum um svokallaðan Eyfirðingaveg austur að Hlöðuvöllum þar sem gott er að hafa náttstað, ekki síst ef Eyfi tekur sig til og steikir hamborgara í skálanum.
Laugardagur: Ræst kl. 11 og brottför um hádegi og haldið norður með Hlöðufelli inn á línuveg þann er oftar en ekki er kenndur við Haukadalsheiði og haldið austur að Haukadal. Við Haukadal er farið yfir Hvítá og keyrt norður með henni uns komið er að leið þeirri er liggur um Hrunamannaafrétt. Þar er þrælskemmtileg leið sem liggur amk þrisvar á vaði um Stóru-Laxá austur að Háafoss í Fossá. Skammt er þaðan í Þjórsárdal þar sem skálað skal í blautbrauði og fleiri veigum er kenndar eru við aðalfundarstörf.
Sunnudagur: Ræst um 16.30. Kl. 16.35 farið í sund í Þjórsárdalslaug og ef mér skjátlast ekki er skýfall væntanlegt einmitt á þeirri stundu og sennilega verður einhverjum brátt í brók. Kl. 17.30 er svo haldið í bæinn og ef veður leyfir munu hvunndagshetjur dagsins þreyta sund í Fossá.
Nú er bara spurning hvernig þessi áætlun leggst í VÍN-verja.
Tjáið ykkur!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!