Heilir og sælir hálsar góðir
Ég og Nóri vorum á þeirri góðu ferðaskrifstofu Úrval-Útsýn í dag og ætluðum að grenja út pöntun til Selva án þess að borga staðfestingargjald (lesist: settum upp hvolpabrosin.....leit út eins og við hefðum sofið með herðatré í kjammanum).
Það gekk svona líka glymrandi illa, að kellan á Úrval-Útsýn tjáði okkur að aðeins 4 herbergi eru eftir á Hotel Somont og Miara er upppantað.
Því segi ég við rest sem á eftir panta: Rænið banka og pantið (þ.e. staðfestingargjald) í einum hvínandi hvelli.
kv Magú
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!