fimmtudagur, október 02, 2003

Fyrir ykkur sem ekki gátuð mætt á undirbúningsfundinn í gær þá er hér matseðill laugardagsins. Við byrjum á léttum forrétt sem er reyktur og grafinn lax. Að því loknu verður skellt sér í aðalátið. Þá verður á boðstólnum lambafillet, hrefnukjöt og svín á pinna, ásamt ýmsu meðlæti. Að þessu áti loknu fáum við okkur svo ís með marssósu í eftirrétt. Nú ættu allir að vera orðnir vel saddir. Hættum við því að borða á þessari stundu og tökum til við drykkjuna. Að sjálfsögðu á að drekka aðeins meir en maður borðaði. Sem endar að öllum líkum í einhverri skemmtilegri vitleysu ef marka má fyrri Grand Buffet veislur.
Þið sem farið á föstudag skemmtið ykkur vel en passið samt að geyma næga orku fyrir laugardaginn.
Hlakka til að sjá ykkur á laugardag.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!