mánudagur, október 06, 2003

Eins og flestir vita stefnir VÍN á Ítalíuför í upphafi næsta árs. Af því tilefni verður staðið fyrir fjarkennslu í ítölsku hér á heimasíðu VÍN. Fyrsta kennslustund er í kvöld.
Það getur orðið vandræðalegt ef pappírslaust verður á salerninu. Því getur komið sér vel að kunna að láta vita af salernispappírsleysi á ítölsku.
"Það er enginn salernispappír á baðherberginu" útleggst á ítölsku sem: "Non c´é carta igienica in bagno" (hljóðfr.: nón sjé karta íjeníka ín banjó).
Athyglivert að það sem við þekkjum sem hljóðfæri skuli vera baðherbergi hjá Ítölum!
Tekið verður við fyrirspurnum og ábendingum nemenda í shout out hér að neðan.
Ekki verður fleira tekið fyrir að þessu sinni, lifið heil.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!