þriðjudagur, mars 17, 2015

Komdu út að leika



Jæja gott fólk. Nú er Litli Stebbalingurinn farinn að verða örlítið viðþolslaus og langar að fara út að leika. Svona ef Veðurstofa ríksins kemur ekki með eftir farandi skilaboð ,,Gert er ráð fyrir stormi" annað hvort á laugardag eða messudag hvernig er stemningin fyrir því að virkja skíðadeildina og fara út að renna sér. Skiptir þá litlu hvort ætlunin sé að skinna eða bara láta lyftur fjallanna sá um að koma sér upp. Sömuleiðis skiptir litlu hvor dagurinn yrði fyrir valinu en amk á laugardag er Litli Stebbalingurinn ekki laus fyrr en kl:11:00 fyrir hádegi þann sama dag.
Sjáum hvað þessi tilkynning um hugmynd gjörir en miði er möguleiki


Kv
Skíðadeildin

4 ummæli:

  1. Hljómar vel . .

    Kveðja

    SvaraEyða
  2. Kúl

    Við skulum bara vona að veðurspámenn ríksins verði okkur hliðhollir

    SvaraEyða
  3. ef veðrið ætlar að stríða okkur .. spurning um taka smá hjólatúr á sunnudagsmorgun ?

    SvaraEyða
  4. Hljómar eins og plan. Kominn tími á að Cube-inn fái að fara út að leika. Þe ef ekki verður skíðafært

    SvaraEyða

Talið!