mánudagur, febrúar 16, 2015
Stuð í Skálafelli
Nú þann síðasta dag síðasta mánaðar skellti sagnaritari ásamt Eldri Bróðirnum sér á opnunardaginn í Skálafell. Þar var ekki bara ætlunin að skíða heldur líka aðeins að fylgjast með ,,fyrsta" fjallaskíðamótinu. Sem og var gjört. (Til gamans má geta að V.Í.N átti fulltrúa og handhafa verðlaunasætis í fystafjallaskíðamótinu hér á fróni). Það var stuð að sjá keppendur og maður kannaðist misvel við æði mörg andlit á meðal keppanda. En alla vega þá fylgdust við með keppendum í startinu. Þeir sneggstu voru nú ansi kvikir því þegar við komum upp með stólalyftunni voru fyrstu menn farnir framhjá en til gamans má geta að sá sem vann tók þetta á 43 mín. Sæmilegt það.
Aðeins síðar hittum við svo á Steinar og frú, skíðuðum aðeins með þeim. Svo rákumst við líka á Jökla-Jölla en þau voru öll fimm í fjallinu að renna. Það er vel.
Svo fyrir tilviljun hittum við aðeins Danna litla gaman að því.
En skemmtilegasti partur dagsins var að Fjallakofinn var með prufueintök af skíðapörum þarna í fjallinu og auðvitað þurfti maður aðeins að prufa. Gaman að því og alltaf gaman að prufa ný skíði þá fer manni nefnilega að langa í ný og þessi skíðadagur gæti reynst þeim sem þetta ritar ansi dýr þegar uppi er staðið. En auðvitað á maður að eyða peningunum
Sé einhver áhugi og nenna til staðar má kíkja á myndir frá deginum hjer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!