þriðjudagur, febrúar 10, 2015

Skíðavertíðin byrjar



Svona í ljósi þess að meira en 1/3 er liðin af febrúarmánuði er kannski kominn tími að byrja á því að segja frá ,,ævintýrum" þessa árs.

Þannig var nú mál með ávexti að fyrsta laugardag þessa árs var ákveðið í samráði við Eldri Bróðirinn að skella oss á skíði í Bláfjöll. Ekki voru við einu V.Í,N.-verjarnir þar, nei ekki aldeilis, við vissum af Magga Brabra & CO. Á bílastæðinu þegar vér vorum að gjöra oss klár renndi Jökla-Jolli og Auður framhjá með drengina í aftursætinu. Reyndar vorum við alls ekki ein um þessa hugmynd að skella oss á skíði því það var æði margt um manninn þennan laugardag. Sem er auðvitað vel en svo vill maður náttúrulega helst eiga brekkurnar fyrir sig og þurfa ekki vera í röð í lyfturnar. En það verður víst ekki á allt kosið.

En þeir svo voru þarna á ferðinni voru

Stebbi Twist
Krunka (á nýju fjallaskíðunum, nýju fjallaskíðabindingunum og nýju fjallaskíðaskónum)
Eldri Bróðirinn

Þessi voru í samfloti en svo voru líka

Strandamaðurinn sterki
Auður
Úlfar Jökull
Óli Kalmann

Maggi á móti
Elín Rita
Andrés Þór
Birgir Björn
Magnea Marta

Gaman að hitta alla þessa í fjallinu og spurning um fara halda fjölskylduskíðadag í vetur?

En hvað um það. Það var ekki búið að vera lengi í fjallinu þegar Kóngurinn bilaði. Þá  minnti röðin í Drottinguna á hvernig þetta var í gamla daga. En þrátt fyrir þetta þá áttum við fínan dag og var þetta góð byrjun á vertíðinni.

Hafi fólk nennu má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!