sunnudagur, febrúar 23, 2014

Kongó: Lokaleggurinn




Laugardagurinn rann upp og við mætum á góðum tíma í morgunmat enda áttum við flug til Köben til þess að komast heim. Eftir öll hefðbundin verk við að skrá sig út var rölt yfir götuna til tjékka sig inní flug heim í gegnum Köben. Nú var lokaleggurinn eftir. Litla Stebbalingnum til mikilar gleði sá hann að hann var að fara fljúgja með nýrri tegund þeirri annari í þessari för. En fararskjótin til fyrrum höfuðborgar okkar Íslendinga var að þessu sinni Bombardier CRJ 900. Voða gaman. Svo lentum við á Kastrup og ca 1,5 klst síðar, eftir dýrasta bjór ferðarinnar, stigum við um borð í B757 Icelandair með stefnuna á Sandgerðishrepp.
Svo þegar heim á frón var komið heldu vandræðin áfram en þá kom það í ljós að takan var enn í Brussel og maður fór var léttur um borð í rútuna. En að öðru leyti var heimferðin frekar tíðindalaus. Þar með lauk afríku/kongóför oss

En hafi einhver áhuga að skoða myndir af flugvélum og myndum teknar á lofti má gjöra það hjer.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!