fimmtudagur, febrúar 06, 2014

Kongó: Eins og sveitt svín í forleik



Það var risið úr rekju í loftkældu svítunni og eftir morgun mat beið manns bara hiti og sviti. Við vorum komnir út á flugvöll rúmum 2.klst fyrir áætlaða brottför á síðasta leggnum niður til Kinshasa. Ég átti eftir að klára daily checkinn sem fólst í því að bæta lítili olíu á motoranna. Já, sæll hvað maður svitaði við það annars auðvelda verk, það meira að segja lak af manni svitin við það eitt að klára pappírsvinnuna. En þess á milli fyldist maður með flugvélunum sem áttu leið um völlinn. Greiniegt mikið að gjörast í Ghana þessa dagana, enda minntu byggingakranarnir mann á Kópavog 2006 slíkur var fjöldinn. Svo loks var okkur hleypt á fuelpoint og hægt að fylla á tankinn áður en við komust í loftið.
Eftir flugtak og þegar hæð var náð þá horfðum við á þrumský allstaðar í kringum okkur sem náðu svona ca upp í 40000 ft, ekki gaman að fljúga þar í gegn enda slepptum við því alfarið. Þurftum einu sinni að beygja frá einum nokkuð af leið enda dimmdi fyrir neðan á hálfa Afríku.
En þarna á þessum legg gjörðust þau stórmerku tíðindu að Litli Stebbalingurinn náði suður fyrir miðbaug í fyrsta skiptið á sinni aumu ævi. Sæmilegt það. Því miður sá maður lítið af þessum hluta Afríku þe Gabon og Vestur Kongó vegna óhagstæðs skýjafars fyrir neðan okkur.
Reyndar þegar við fórum að lækka okkur niður og komum niður yfir Brazzaville sá maður aðeins niður. Svo flugum við yfir Kongófljót og við tók ansi sorglegt ástand. Þar sem við vorum á ferðinni í ljósaskiptunum þá sá maður að í Kinshasa hafa ekki allir rafmagn og ca helmingur af borginni var bara svört. Svo var greinilegt að aðflugið var yfir fátæktarhverfi því ,,húsinn" voru bara einhverjir bárujarnshjallar. Svo þegar við sáum flugbrautina þá var svona næztum eins og hún væri líst upp með friðarljósum. En þeim Badda og Nökkva tókst að lenda og ekki var flugvöllurinn beint gæfulegur. Opin skýli og flugvélaflökk þarna út um allar trissur.
Svo komum við á stæði hjá CAA og það var skondin móttökunefnd sem tók á móti okkur. Vélin fyllist af svarta manninum og þeir fóru að gramsa i öllu lauslegu. Allt lauslegt var hirt úr vélinni sem mátti hirða. Skondnast þótti mér að tuskurnar og einnota vettlingarnir sem ég hafði með mér voru teknar enda svo sem í góðu lagi. Var hvors sem er skilið eftir. Líka vildu svo allir flugvirkjarnir þarna fá að taka mynd af sér með Litla Stebbalingnum.  Svo tók flugstöðin við. Í check in var ein dama með gamla fartölvu og við settum töskurnar okkar upp á gamla nálavikt, svona eins og er hjá fisksalanum, þar sem önnur skonsa skráði viktartölur á töskunum samvizkulega niður. Svo tók gegnumlýsingin við sem var þannig að við opnuðum töskurnar og einhver öryggisvörður skoðaði innihaldið. Flugstöðin var ekki loftkæld og því svitanaði maður bara þarna. Rafmagnið fór tvisvar af og annað var í þessum dúr. Svo var kallað út í vel og farþegum skóflað upp í rútu og keyrð að flugvélinni frá Brussel Air. Þar komust við að því að búið væri að greiða 50$ mútufé fyrir okkur sem var sum sé gjald fyrir að komast úr landi. Góð hugmynd fyrir íslendinga í staðin fyrir náttúrupassa en það er önnur umræða. Síðan beið manns bara tæplega 8 tíma flug upp til hjarta evrópusambandsins en Airbusinn fór svo sem vel með mann og maður svaf mestan tíman. Komst samt að því í þessu flugi að ævintýri Tinna er ekki að gjöra sig í frönsku. En hvað um það. Þetta var langur dagur og gott að komast til Brussel þarna á föstudagsmorgninum en sú saga bíður betri tíma. Engu að síður var þetta ævintýralegt ferðalag og mjög svo áhugavert að sjá þetta aðeins, þó svo maður hafi ekki farið af flugvellinum, hvernig menningin og andrúmsloftið er þarna.

En alla vega þá geta áhugasamir skoðað myndir frá deginum hérna

2 ummæli:

  1. Þetta hefur verið merkilegt ferðalag, ferðasagan var allavegna áhugaverð.
    Haffi

    SvaraEyða
  2. Þrátt fyrir stutt stopp þá var þetta mjög áhugavert, vægast sagt, En gott að fá smá D-vítamin í kroppinn svona í svartasta skammdeginu

    SvaraEyða

Talið!