mánudagur, júní 11, 2012

Lake Monkey


Nú um síðustu helgi var loks blásið til alvöru og alveg þokkalega fjölmennri V.Í.N.-útilegu.  Hefur slíkt ekki gerst síðan aðra helgina í júlí á síðasta ári svona eftir því sem elstu menn muna. Brabrasonurinn hafði stungið upp á því að skella okkur að vatni Apanna þar sem pabbi Bjarkar er búinn að koma upp alveg sérdeilis prýðilegri aðstöðu með vatnsklósetum. Fyrri hópurinn fór úr Borg óttans að kveldi flöskudags og komu sér haganlega fyrir á einni flötinni þrátt fyrir örlítla klóaklykt í lofti. En þau sem komu á flöskudagskveldi voru:

Stebbi Twist
Krunka

á Henrý


Maggi á móti
Elín
Andrés Þór
Birgir Björn

á Ladý með skuldahalann í eftirdragi.

Laugardagurinn rann svo upp bjartur og fagur. Hann fór að meztu leyti í afslöppum og leiki m.a var kíkt á aparólu sem er við Apavatn, þvílík tilviljun.
Síðar um daginn renndu svo í hlað:

VJ
HT

á Blondí


Jarlaskáldið
Tóti

á ónefndum

Síðan kom rúsínan í pulsuendanum en það var enginn annar enn:

Tuddi Tuð
Auja
Bára

á Fjallajeppanum

Óhætt er að fullyrða að allir hafi notið veðurblíðunnar og félagskapar af hver öðrum og var gaman því hve fjölmennt þetta var þó vissulega hefði verið gaman að sjá fleiri.
Vegna útskriftar hjá Hvergerðingnum þurftum við hjónaleysin að hverfa af svæðu áður en eldun hófst en því er treyst að þar hafi verið miklar kræsingar uppi á borðum

Á messudegi var svo áframhaldandi blíða og var fólk bara í rólegheitum eitthvað frameftir  degi þangað til sveitaóttinn fór að gjöra vart við sig og fólk hóf að huga að heimför. Þá tvístraðist hópurinn þar sem fólk fór ýmist í sund eða á Stokkseyrabakka í humarsúpu. Stebbalingurinn og Spúzza gerðu heiðarlega tilraun til að komast í Marteinslaug en sökum hita var ekki svo mikið sem hægt að komast þar í fótabað en þó er amk búið að skoða hana og taka út.
Hafi einhver áhuga má skoða myndir frá helginni hér


Kv
Útilegufólkið