þriðjudagur, júní 26, 2012

Fimm, dimmalimm



Líkt og alþjóð veit sjálfsagt er það næztum því hefð hjá V.Í.N. að tölta yfir Fimmvörðuháls um Jónsmessuhelgina og kanna þar gönguleiðina sem gjöra loka undirbúnings-og eftirlitsferð í Bása á Goðalandi.
Þetta árið var engin undantekning á þessari næztum því hefð. En þetta árið voru það:

Stebbi Twist
Krunka
Eldri Bróðirinn
VJ
Danni Djús
Hvergerðingurinn

og
Mæja Jæja fékk að fljóta með sem góðkunningi hópsins

Sem töltu yfir hálsinn
Svo var það:

Plástradrottningin

Varð svo eftir í Básum þegar brunað var inneftir til að skilja einn bíl þar eftir og dótið.

Við fengum alveg brilliant gönguveður þar sem ekki var of hlýtt né kalt. Þrátt fyrir að hafa fengið smá þoku þá var hún ekki til skemma neitt fyrir nema hvað Hvergerðingurinn misreiknaði sig og gleymdi að fylla á vatnsbirgðir sínar við brúna. En hvað um það. Eftir þessa þoku varð svo nánast heiðskýrt og á sjálfum Hálsinum fengum við sólina til að taka á móti okkur. Allt var frekar hefðbundið, flaggað á Móða, skálað í bjór á Kattahryggjum en bezt var svo að koma í tjaldbúðirnar þar sem Agnes tók á móti okkur byrjuð að elda morgunmat, egg, beikon og pönnukökur. Hafðu beztu þakkir fyrir það Plástradrotting kær.

Eftir stuttan svefn, vegna hita var skotist yfir á Skóga til að sækja Litla Koreustrákinn og Blondí. Eftir það tók grillið svo við og varðeldur. Gaman að sjá loks Bása iða aftur af mannlífi eins og var þarna um síðustu helgi. En fyrir þá sem hafa áhuga þá má skoða myndir hér

Kv
Göngudeildin