þriðjudagur, ágúst 23, 2011

West on verzló



Nú um síðustu verzlunarmannahelgi breytti Litli Stebbalingurinn heldur betur út af vananum og fór EKKI á Þjóðhátíð. Hann lét betur heldur tala sig inná vitleysu, sem var að elta veðrið, og eftir að hafa rýnt í spána frá spámönnum ríkzins var ákveðið á herja á Vestfjarðakjálkann. Tveir aðrir gildir limir í V.Í.N. höfðu líka hug á þessu svæði á sama tíma og var því slegist í för með þeim. En þarna voru á ferðinni

Stebbi Twist
Krunka

á Polly


Hvergerðingurinn
Plástradrottingin

á Brumma


Fyrst var haldið vestur og komið við á Fellsstönd í kaffi hjá Bílabræðrum áður en haldið var á fyrsta náttstað sem var Heydalur í Mjóafirði. Þar var tjaldað (tvíburatjöldunum), grillað, sötrað öl og kíkt í náttúrulaug þ.e Galtarhryggslaug

Á laugadeginum hélt ferðalagið áfram og rennt sem leið lá að kíkja á mýrarboltann á Ísafirði með kaffistoppi í Raggagarði í Súðavík. Eftir að hafa séð aðeins nokkra leiki í mýrarboltanum var alveg nauðsynlegt að þruma í gegnum nýjustu göng landsins. Næzta stopp var svo Flateyri og þar þarf ekki að stoppa aftur næztu árin. En harðfiskurinn var ljúfur sem við fengum þar rétt hjá. Næturstopp nr:2 var svo á Núpi í Dýrafirði

Messudagur rann upp bjartur og fagur. Eftir morgunmat, morgunmessu og mullersæfingar var fyrsta stopp Skrúður. Þingeyri kom svo þægilega á óvart en verst þótti okkur Hvergerðingnum að gamla vélsmiðjan var lokuð svo við urðum að láta gluggagæjur duga í þetta skiptið. Sundlaugin fær svo mínus í kladdann fyrir að hafa ekki útipotta og því sundferð sleppt. Þjóðernisrembingurinn vaknaði svo á Hrafnseyri og á leið okkur í Reykjafjörð var komið við hjá Dynjanda. Dagurinn endaði svo í Flókalund

Mánudagurinn fór að mestu í þjóðvegaakstur en með góðum stoppum hér og þar á leiðinni. Sund var í Grettislaug í Reykhólasveit og síðan endaði ferðin með pulsupartí við Skorradalsvatn

Ef áhugasamir nenna þá eru myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!