miðvikudagur, ágúst 31, 2011

Á ferð með ullum



Nú fyrstu vikuna í gústa vorum við hjónaleysin á ferð með tvo Breta um land vor. Á þessum tíma höfðu spámenn ríkizins sagt að skásta veðrið ætti að vera á norður hluta landsins og þangað var stefnan sett. Það var skrölt norður Kjöl, gist á Hveravöllum og komið niður í Skagafjörð. Þar var smá bílavesen sem reddaðist með góðra manna hjálp og næzta nótt var í höfuðstað norðurlands.
Eftir næturstanz þar var rúllað yfir á Mývatn með nokkrum túrhestastoppum hér og þar. Var tjaldbúðum slegið upp á Vogum en síðan kom í ljós að Haffi og Sunna voru búin að tjalda við Hlíð svo við kíktum bara í heimsókn um kveldið til þeirra.
Á laugardeginum var tekið bað í Jarðböðunum á Mývatni áður en haldið var yfir á Húsavík í þeim megintilgangi að kíkja á þar á safn eitt. Dagurinn endaði svo í Vaglaskógi með hrefnusteik. Á sunnudeginum var lengri leiðin tekin á Dæli í Víðidal þar sem hoho var hent á grillið. Svo má segja að ferðin hafi endað bara í Nauthólsvík. En alla vega þá eru myndir hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!