mánudagur, mars 02, 2009

Upphitun fyrir skíða-og menningarferð



Vegna krapa og skort á snjóalögum hér sunnan heiða var ákveðið að fara með okkur nýliðatittina norður til Agureyrish í skíðaferð. Enda talsvert skárra að renna sér niður brekkur með fastan hæl heldur en ganga áfram með lausan hælinn. En hvað um það.
Líkt og í öllum nillaferðunum það sem af er þessu ári þá var bara 2/3 hlutar af þremenningunum þremur með í för. Þ.e. VJ og Stebbalingurinn sem fóru. Skáldið spilaði rassinn úr buxunum í bústað í staðinn.
Líkt og oft áður þessum þessum FBSR-ferðum þá prufaði maður margt nýtt. Það þarf ekki að koma á óvart að það var gist í tjöldum í höfuðstað norðurlands eða bara í Hlíðarfjalli. Ansi hentugt að renna sér bara beint úr tjaldinu og lyftuna sem síðan beint í tjaldið. En það sem stendur eina hægst upp úr ferðinni er að það var slegið upp tjaldbúðum við Staðarskála og gist þar aðfararnótt laugardags. Þar ber helst til tíðinda að þar var fjöldamet slegið og deildu 5 sálir einu tjaldi.
Það var síðan ræs 06:00 á laugardeginum og lagt af stað til Agureyrish kl:0700. Það var rennt síðan í Hlíðarfjall rúmlega 10 og rústað upp tjaldborg.
Síðan var skíðað eins og frekar mátti til rúmlega 16:00. Aðstæður voru með prýðilegasta móti og mátti skíða utanbrautar með fínum árangri þó svo að mikið hafi verið búið að skíða þar. Gott var þó að gera sér göngutúr upp að klettum um renna sér þar í lítt skíðuðu. Eftir góðan skíðadag var síðan haldið í Þelamörk til pottalegu.
Ekki var svo messudagurinn síðri og betri að því leyti að talsvert færa fólk var í fjallinu en á boltadeginum. En það náðist rúmir fjórir góðir tímar áður en haldið var aftur suður í menninguna.
Þetta var fínasta upphitun fyrir Skíða-og menningarferðina sem farin verður eftir tæpar tvær vikur. Hafi fólk löngun til að hita upp fyrir festivalið þá er upplagt að kíkja aðeins á myndir frá helginni. Slíkt má gjöra hér

Kv
Nillarnir síkátu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!