mánudagur, mars 16, 2009

Ég fer í fríið, fer í fríið...



Jamm, það styttist víst í vorjafndægur og sömuleiðis er sumardagurinn fyrsti ekki langt undan. Nú með hækkandi sól var farið að rukka mann um sumarfrí á vinnustað þess sem þetta ritar. Ekki hefur nein ákvörðun verið tekin með hvenær skal taka frí ennþá en það þarf að gerast fljótlega.
Nú er vísast að smyrja fólk hvort það hafi áhuga að samræma frídaga eitthvað og þá með ferðalag um land vor í huga. Ágætt væri að svör eða drög að hugmyndum myndu berast í athugasemdakerfið hér að neðan og ekki væri verra ef það myndi gerast nú fyrir lok vikunnar. Það er óskandi að hægt sé að taka aftur upp þráðinn með Grand Tourismo. Allar hugmyndir eru vel þegnar.

Kv
Orlofsnemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!