miðvikudagur, desember 17, 2008

Laugardagslapp



Eins og kemur fram hér þá hefur skapast ný hefð innan V.Í.N. Líkt og kemur þar fram er stefnan, líkt og í fyrra, að fara á bæjarfjall okkar höfuðborgarbúa hvern laugardag fyrir jól. Þannig er vel hægt að komast í jólafíling og þá klikkaðan jólafíling sem og að gera pláss fyrir skötuna og steikina. Nú er upplagt að koma sér í form næst síðustu vikuna á árinu og efna þannig síðasta áramótaheitið.
Sum sé sjáumst vonandi sem flest á laugardag og jafnvel verður farið líka í laugina í tilefni þess að það sé laugardagur. Taka skal það fram að ganga þessi ætti að henta báðum kynjum. Ef einhver vill sjá hvernig svona lagað fer fram þá má skoða myndir frá því fyrir ári síðan, má gera það hér.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!