mánudagur, desember 08, 2008

Af brotinni stýfu, beyglaðari felgu og rifið dekk



Bílahópur FBSR fór um þar síðustu helgi í jeppaferð ma í bað í Laugafell. Drengirnir heldu svo áfram í vesturátt en við læk einan gerðist dulítið óhapp sem varð þess valdandi að Fimman þurfti að eyða aukadögum uppi á fjöllum. Rétt eins og með allar betri jeppaferðir þá þurfti að klára þessa helgina eftir.
Það var svo síðasta föstudag að tvær fjórhjóladrifssjálfrennireiðar með 6 pilta innanborð, stútfullir af verkfærum og varahlutum með það að markmiði að koma bílnum aftur niður á láglendið. Ekki væri svo verra ef tækist að koma honum alla leið í bæinn.
Það var svo farið á lappir á ókristnilegum tíma á laugardag og lagt snemma af stað upp á hálendið í þeirri veiku von að ná til höfuðborgarinnar um kveldmatarleytið. Skemmst er frá því að segja að það tókst ekki. Það gekk með ágætum að komast að Strangalæk og var komið að Fimmunni um hádegi. Byrjað var á því að snæða hádegisverð og síðan gengu menn til verks, með kristnilegu hugarfari, og tóku til við viðgerðir. Það má segja að viðgerðir hafi gengið sæmilega og á endanum með ýmsum aðferðum á hafiðst að skipta út brotnum pörtum og skrúfa allt saman. Með eyðlilegum fjölda af boltum og skrúfum í afgang.
Síðan er ekki hægt að segja að ferðin niður á láglendið hafi gengið þrautalaust fyrir sig. Alls ekki að menn væru mikið að festa sig og að brúka spottann heldur var það annað og meira sem tafði för oss. JónFús slátraði felgu og þurfti að útvega nýja og dekk úr Varmahlíð. Heimamenn brugðust hratt og vel við hjálparkalli okkar og komu með dekk og felgu á móti okkur. Kunnum við þeim hinar beztu þakkir fyrir það.
Eftir að nýtt dekk og felga var komin undir þá rifnaði dekk fljótlega í kjölfarið. Það tókst reyndar að tappa það sæmilega en nánast á sama tíma varð vökvastýrið óvirkt í einum bílnum. En ekki var það til að stöðva okkur. Við skriðum síðan rúmlega 01:00 aðfararnótt sunnudag í Varmahlíð og fengum að gista aðra nótt í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð. Sannir höfðingar heim að sækja.
Sunnudaginn fór í að dóla sér suður á boginn. Til að gera langa sögu stuttu þá komust allir aftur heim til sín, þá tól, tæki og stráklingar.
Sjálfsagt kemur það fáum á óvart að Litli Stebbalingurinn var með myndavél og langi fólk að sjá hvað gekk á má skoða það hér

Kv
Jeppadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!