mánudagur, nóvember 10, 2008

Börur bornar



Það þarf vart að koma á óvart að þremenningarnir þrír fóru með Flubbunum og B1 í ferð um síðustu helgi. Það var haldið í Botnsdal í Hvalfirði en fyrst var komið við á KFC til að næla sér í næringarríkan kvöldmat fyrir átök helgarinar.
Það var gengið úr Botni meðfram Hvalvatni á laugardeginum og að Ormavöllum, á Kaldadalsleið, og slegið þar upp tjaldbúðum. Auðvitað var skemmt sér þar með Harry og Heimir ásamt Fóstbræðrum svona rétt fyrir háttinn. Vart þarf að smyrja að því að VJ svaf á milli Litla Stebbalingsins og Jarlaskáldsins. Sem aldrei þessu vant deildu með sér tjaldi, í annað skiptið um ævina og á stuttum tíma. En hvað um það.
Á messudag var skundað yfir Ármannsfell með viðkomu á toppnum og alltaf með börurnar með okkur. Hafi einhver áhuga er hægt að lesa nánari ferðasögu hér.
Svo eru komnar myndir á alnetið. Þá bæði frá Skáldinu og Stebba Twist. Þær má skoða hér og hérna

Kv
Nýliðarnir síkátu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!