miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Akureyri 18 - 20 nóvember 2005

Mikil umræða er nú í gangi um að skella sér á Sálina á Agureyri þann 19. nóv. Mikil umræða helst ekki endilega saman við ákvarðanatöku þannig að ég taldi best að skella þessu bara upp í kosningu og smá þátttökukönnun. Þátttökukönnunin skýrir sig nú sjálf, láta bara vita í kommentin. Endilega tjá sig þeir sem hafa áhuga svo hægt sé að panta gistingu fyrir fjöldann. Svo er kosningin, hvar á að gista? Valið stendur á milli hinna hefðbundnu íbúða á Akureyri, sem allir Vínverjar kannast nú svo ansi vel við, eða sumarbústað í Fögruvík. Valið er í rauninni pottur eða ekki, potturinn er dýrari. Bústaðurinn er líka aðeins fyrir utan bæinn og það þýðir meiri leigubílakostnaður. Þannig er það nú.
Allir að láta svo í sér heyra. Það styttist óðum í atburðinn og þarf því að drífa í skipulagi.
Svo skemmir nú ekki að það er verið að opna Hlíðarfjall á laugardaginn. Spurning hvort maður komist kannski á skíði fyrir jólin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!