miðvikudagur, júlí 27, 2005

Nú þegar þessi aumu orð eru rituð á stafrænt form eru ekki nema rúmlega 37.klst í að við bræðurnir komum okkur um borð í Dornier frá Landsflugi með stefnuna til Vestmannaeyja dauðans. Eftir svo rúmlega 37,5.klst stígum við úr vélinni og tökum stefnuna beint í einokunarverzlun ríkzins. Þar verður keypt bjór og alkonar vín. Gaman af því

En að allt öðru. V.Í..N. sigraði þriðja tindinn í kveld í sinni 7tindagöngu. Sá tindur sem þurfti að lúta í lægra haldi að þessu sinni var Keilir. Stolt þeirra Reyknesinga ásamt Gunnari Örlygs. Var þetta létt ganga og löðurmannsleg í bongó blíðu. Ekki var heldur til að skemma fyrir að Willy sá um að ferja Stebbalinginn og Magga Brabra úr og í Grafarvoginn. Gaman að því.
Göngudeildina skipuðu að þessu sinni eftirfarandi:

Stebbi Twist
Maggi Móses
VJ
Jarlaskáldið
Tiltektar-Toggi
Frú Toggi.

Eins og fyrr var komið að var þetta góð ganga í góðu veðri og með góðu fólki. Fín upphitun fyrir hátíðina um komandi helgi.
Það verður samt að koma þeirri kvörtun að. Verzt þykjir okkur að hvorki Eldfell né Helgafell í Vey skuli ekki vera innan 7.tinda. Þaðan af síður Heimaklettur. Þetta er hneisa og ekkert annað

Að lokum þá er vert fyrir okkar dyggu lesendur að fylgjast vel með. Því bæði er í gangi loka undirbúningur fyrir Þjóðhátíð 2005. Líka er hinn stórskemmtilegur leikur um 35000 tjallinn. Fylgist því spennt með

Kv
Göngudeildin og undirbúnings/eftirlitsnemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!