fimmtudagur, júlí 28, 2005

Þjóðhátíð 2005, here we come

Já, mikið rétt. Þjóðhátíð 2005 er handan við hornið. Sú 11. hjá litla Stebbalingnum. Ekki amalegt það.
Við bræðurnir sitjum núna, hérna megin við Voginn, og erum að hita upp enda einungis tvær klst. í flug frá Reykjavík International Airport. Þar mun stórvinkona okkar hún Dísa Sig taka á móti okkur með glæsibrag. Líkt og hennar er von og vísa. Strax eftir móttökuathöfn verður brunað í einokunarverzlun ríkizins og sitthvað af nýlenduvörum verzlað inn. Enda verzlunarmannahelgi framundan. Eins gott að hafa áritað vegabréf tilbúið ásamt farareyri. Hvað um það. Það var líka hitað upp í gærkveldi og ekkert nema gleði sem þar réð ríkjum.

Kominn er smá vísir að dagskrá. Er hún nokkurn veginn eftirfarandi:

Fimmtudagur 28.07.05:

11:15 Baka og bjór
13:00 Sóttir í Logafoldina
13:20 Innritun í flug
13:21-14:15 Bjór á fríhafnarbarnum í RIA
14:15 Dornierinn fer í loftið
14:17-14:41 Bjór í háloftunum
14:45 Lending í Vey
14:46 Mótökuathöfn
14:57 Sérvöruverzlun ríkizins
15:16 Almenn drykkja og fíflagangur

Flöskudagur 29.07.05

Um morguninn Slegið upp hvítum tjöldum í samstarfi við heimamenn
14:30 Setning
15:00 Kökur í Hvíta Tjaldinu
15:45 BRÚÐUBÍLLINN
17:00 Tekið á móti restinni af liðinu uppi á flugvelli
17:15-00:00 Almenn drykkja og sprell
00:04 Müllersæfingar við brennuna á Fjóskletti
00:15 Ekki viðlátnir vegna drykkju

Frekari dagskrá bíður niðurstöðu skemmtinemdar.

Að lokum viljum við lýsa vonbrigðum okkar yfir því að 35.000 tjallinn hefur enn ekki gefið sig fram. Frekar mikil vonbrigði en bót í máli er að nú nálgast Þjóðhátíð.

Kv.
Bræðurnir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!