fimmtudagur, mars 18, 2004

Rétt eins og alþjóð veit þá brá skíða- og menningardeild V.Í.N. undir sig betri fætinum um sl helgi þ.e dagana 11-14.mars. Um leið og þetta var skíða- og menningarferð átti líka að stunda aðalfundarstörf þarna í miklu magni. Nóg um það.

Það var svo átta manna hópur sem lagði af stað til Akureyrar á fimmtudagskvöldið. Hist var í Grafarvoginum og voru menn mistímanlega, sem er bara fullkomalega eðlilegt, Maggi Brabra og Elín lögðu reyndar aðeins fyrr á stað á sínum Lúxa. Fyrst til að mæta í Logafoldina voru Viffi og Alda á Hi-Lux þess fyrr nefnda. Næstur til að mæta á pleisið var svo gamli perrinn Snorri. Fljótlega kom svo Toggi og þegar við vorum að koma dótinu hans fyrir tjáði Frú Toggi okkur það að hún hafði hengd up mynd, að Jarlaskáldinu með Júdóslörið, þar sem hann var búinn að finna femínistan í sér, í læknagarði í þeirri von að strákurinn færi nú að ganga út. Síðastur til að mæta var svo Arnór. Nú þegar hann var loks mættur var lítið annað að gera nema fara að koma sér útúr bænum enda klukkan farin að ganga 20:00. Undirritaður þ.e. Stebbi Twist, Toggi Túba, Snorri hinn gamli og Jarlaskáldið voru saman í Papa-San. Það var svo komið víð á bensínstöð á leiðinni úr Grafarvoginum og nú loks var hægt að koma sér af stað. Fátt markvert gerðist á annars heiladauðum þjóðvegaakstri nema ég fékk sms frá Magga Brabra þar sem hann tjáði mér að þau ætluðu ekki að stoppa í þjóðvegabúllunni Staðarskála heldur halda áfram og koma við í Skagafirði. Þegar við komum svo í Staðarskála voru Viffi og Alda mætt á svæðið og hafði Viffi pantað sér hamara. Sumir gerðu hið sama meðan aðrir fengu sér aspassúpu þar sem vantaði meiri rjóma í og franskar með. Eftir að hafa snætt annars sveittan þjóðvegaborgara og verzlað sér bílanami var loks hægt að koma sér til Akureyrar. Það er vel óhætt hægt að segja það að aksturinn hafi verið frekar tíðindalaus. Nema hvað að við félagarnir ræddum málin og tókst að finna svar við lífsgátunni. Þegar við vorum rétt við Þelamörk hafði Maggi A samband og tjáði mér að snillingurinn Viffi hefði orðið olíulaus á Öxnadalsheiðinni, hann sem fær ókeypis olíu í gegnum vinnuna, þanning að nú væru 2.turbolausir Hi-Lúxar á einum og sama motornum og Lúxi sem á alveg nóg með sig einan hvað þá þegar annar er kominn í spotta hjá honum. Þarna kom sér vel nýja prófílbeislið hjá Viffa. Við sem vorum í Papa-San komum svo fljótlega á stærsta krummaskurð landsins Agureyrish og til að drepa tímann fórum við á bílasölurúnt og skoðum líka nokkra vélsleða. Allt saman afskaplega karlmannlegt. Svo komum við okkur bara fyrir á fyrstu bensínstöð eða síðustu, alla vega er hún nysrt. Þeir komu svo og eftir að hafa fyllt skrjóðinn og komið honum í gang var farið og sótt lyklanna. Nú var brunað upp í Furulund og hófst nú bjórdrykkja amk hjá bílstjórunum og hinir heldu áfram. Menn voru svo að til að verða kl:04:00 aðfaranótt föstudags. Það var sem helst þótti skemmtilegt þarna um nóttina var fjölda sms til Blöndahl um kl:03:30 bara svona að láta hann vita hvað væri gaman hjá okkur meðan hann væri sofandi.

Það var svo vaknað milli 10:00 og 11:00 á föstudagsmorguninn þar sem einhverjir fóru í bakaríið og verzluðu inn morgunmat sem snæddur var með misgóðri lyst leiðangursmanna. Eftir að hafa metið stöðuna með Hlíðarfjall var ákveðið að prufa skíðasvæðið á Dalvík. Eftir að hafa komið við í ríkinu á Akureyri var ekkert því til fyrirstöðu að koma sér til Dalvíkur. Enn var tíðindalaus akstur það sem beið okkar. Þegar við komum svo í krummaskurðið Dalvík ætluðum við aldrei að finna hvar átti að beygja til að komast á svæðið það fannst reyndar að lokum eftir stóran krók þar sem við ókum m.a framhjá skemmistaðnum Böggver sem er frábært nafn á skemmtistað. Reyndar barst talið að því þarna að kíkja til Ólafsfjarðar sem okkur þótti ekkert alltof spennandi þangað til einhver nefndi það að þar væru afskaplega lauslát kvennfólk. Þrátt fyrir það þá var hætt við þau áform. Skíðasvæðið á Dalvík heilsaði okkur með smá sólarglætu og einni lyftu sem var opin. Þegar við fórum og spurðumst fyrir var okkur lofað því að efri lyftan skyldi opnuð og það var gert. Ekki er beint hægt að segja að þetta sé besta svæði í heimi þó allt í lagi miðað við tíðarfarið hérna á klakanum. Þar var þó hægt að skíða og til þess var leikurinn gerður. Færið var fínt svo framarlega sem maður var ekki í tróðaraförunum því það var alltof mjúkt. Það voru svo gerðar bjórpásur og menn farnir að stunda aðalfundarstörf þarna. Fólk hætti svo missnemma að skíða, þó var ég, Toggi, Maggi A og Elín þarna til 17:00. Þegar við komum að bílunum voru hinir farnir og hittum við þau í bæjarsjoppunni sem heitir því snilldarnafni Dal-lasog snædd þar pylsa. Já, það toppar ekkert þessi krummaskurð í nafngiftum. Þegar komið var svo aftur til höfuðstað norðurlands var hafist handa við að skola af sér skítinn og reyna minnka ólyktina sem kominn var. Flestir skelltu sér í sund meðan aðrir voru eftir í íbúðinni, allt þetta venjulega var gert í sundi verið í leti í heitupottunum, farið í eimbað og að sjálfsögðu nokkrar sallibunur í rennibrautinni. Ellilífeyrisþeginn í hópnum gerði sér lítið fyrir og gekk upp litlu rennibrautina við litla kátinu sundlaugarvarðarins sem hótaði þeim gamla að hann yrði rekin upp úr ef hann myndi gera eitthvað svona aftur. Eftir sundferð var farið að huga að mat og meiri bjórdrykkju. Það var ákveðið að panta og sækja böku frá Jóni Spretti. Þrátt fyrir smá misskilning þá endaði nú með því að allir fengu lummuna sína. Eftir að allir voru orðnir mettir hófust venjuleg aðalfundarstörf að fullri alvöru. Þegar líða tók á kvöld fjölgaði í hópnum. Maggi Blöndahl og Haukur komu fyrstir svo fljótlegar var Jolli og Andri komir á svæðið. Það átti svo eftir að bættast í partýið kann ég ekki að nefna alla þá sem þarna voru mættir enda myndi það æra óstöðugan. Kvöldið endaði niðri á Lessu kaffi þar sem Arnór fór á kostum í torfærutöflunum og lagði sig svo við eitt borðið að sjálfsögðu endaði hann kvöldið dauður í sófanum upp í íbúð.

Á laugardasmorgun var stefnan sett á Kaldbak. Eitthvað voru menn misjafnir þegar þeir risu úr rekju og fóru sumir seinna en aðrir á lappir. Það endaði svo með því að undirritaður, Toggi, Maggi Brabra og Jarlaskáldið vorum tilbúnir til brottfarar rétt um hádegi. Áður en hægt var að fara út úr Akureyri þurfti að koma við í einni ríkisrekni verslun þarna í bæ og bætta aðeins á birgðirnar. Við vorum svo komnir við rætur Kaldbaks milli 13:00 og 14:00 eftir að hafa haldið fund og rætt við þá sem uppi voru komust við að þeirri niðurstöðu að við vorum ekki í ástandi til að lappa í rúmlega klst upp til að komast í troðarann. Það var því ráðið að stoppa í enn einu krummaskuðinu að þessu sinni Grenivík, sem er eitt það mesta krummaskurð sem um getur, og koma þar við í Jónsabúð og fá sér pullu eða eitthvað. Þess má geta að það var sjálfur Jónsi sem afgreiddi okkur sem nokkuð magnað. Það var svo bara haldið aftur upp í Furulundinn þar sem þýski boltinn tók við og fór þar svínamaðurinn á kostum. Nóg um það. Eftir að hafa heimsótt sundlaugina og svo Brynjuís, sem er líka kaupfélag því þar fæst allt sem þarf í rússneskt kókaín og líka hrossakjöt í neytindapakkningun, gat maður loks hafið aðalfundarstörf að krafti. Við áttum svo borð á Greifanum 20:30 og vorum við þar mætt tímanlega. Það tók svo klukkutíma að fá matinn, við fengum reyndar brauðstangir til aðeins að minnka hungrið og þetta kostaði líka auka bjór. Til að bæta ofan þá fékk Jolli bara 200gr af svartfugli í stað 400.gr sem hann pantaði. Fékk reyndar ábót og þurfti bara að greiða fyrir 200.gr Undirritaður fékk sér flugvélavængi, enda vel við hæfi, bragðaðist nokkuð vel. Það sem hélst ber til tíðinda er það að Magnús Blöndahl kláraði ekki matinn sinn og bar hann við að væri hélst til of sterkur. Eftir þetta var fjósað upp í íbúð og hófst nú aðalfundarstörf fyrir alvöru. Þarna voru almenn drykkja og gerðu menn sér ýmislegt til skemmtunar m.a varpaði undirritaður fram símakönnun sem gekk út á gafnafar og stærð ákveðina líkamsparta kvenna. Sýnist sitt hverjum í þessu máli. Þó að ég fari ekki af skoðun minni í þessu máli. Farið var svo aftur á Lessu-Kaffi og hittum við það Telemarklið þar sem sumir voru hressari en aðrir. Komið var svo aftur upp í íbúð um 05:00 og rotuðust menn missnemma engin þó jafnfljót og Nóri sem kominn var strax í sofann sinn.

Við fengum svo þá flugu á höfuðið að fara til Siglufjarðar því þar átti að vera besta aðstaða til skíðaiðkunar á landinu. Það var því drifið í því að taka til og skila lyklunum og svo komið sér til Siglufjarðar. Við fórum þarna í gegnum enn eitt krummaskurðið þessa helgina sem var Ólafsfjörður. Slíka krummaskurðið og þrátt fyrir að okkur hefði verið sagt að þarna væri mjög lauslát kvennfólk þá urðum við ekki varir við það og komum okkur sem fyrst þarna í burtu. Má segja að hápunktur ferðar okkar til Ólafsfjarðar hafi verið ferð okkar í gegnum Ólafsfjarðargöngin. Við fórum svo yfir Lágheiðina og kvöddum Magga og Elínu við vegamótin. Við á Papa-San, Maggi B, Haukur, Jolli og Andri heldu sem leið lá til Siglufjarðar enn var hápunkturinn ferð okkar í gegnum Strákagöng. Það má því með sanni segja að við komust þó í einhver göng þessa helgina. Þarna á Siglufirði er örugglega besta aðstaða til skíðunar á Íslandi þessa dagana. Eftir að hafa verið nokkuð duglegir að renna okkur og þá mest utan brautar í frábæri brekku þá hættum við að skíða um 16:30. Fórum niður í bæ þar sem við áttum í mestu vandræðum með að finna stað til að éta á. Loks fundum við sveitta bensínbúllu sem var líka með sveitta báta og burgera. Þarna átu menn og ákveðið var svo að bruna sem leið lá og ekki stoppa nema á Brú. Um 17:30 yfirgáfum við loks síðasta krummaskruðið í þessari ferð og við tók tíðindalaus þjóðvegaakstur. Við renndum svo í bæinn um 22:00 á sunnudagskvöldið. Fín ferð nema það vantaði snjóinn. Verður alveg örugglega betra á næsta ári enda ekki hægt að hafa minni snjó.

Þakka þeim voru með.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!