miðvikudagur, mars 24, 2004

Nú þegar eru 100.dagar, jafnvel þegar þetta er lesið hjá sumum eru kannski 99.dagar þó ekki 99 loftbelgir, að fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð (hægt að sjá á teljara hér til vinstri) verði farin er vel við hæfi að koma nokkrum fátæklegum orðum niður í litlum pistling. Nú um þessar mundir er ekki bara 100.ára afmæli heimastjórnar á Íslandi heldur verður líka fyrstahelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð einnig 100.ára. Jú, það er rétt getið hjá glöggum lesendur að árið 1904 þá fóru nokkir V.Í.N.liðar í Þórsmörk nánar tiltekið í (Blaut)Bolagil til að fagna heimastjórninni og fyrsta íslenska ráðherranum og þessum tímamótum í samskiptum okkar við Dani. Það var loks að áratuga hemdarverk gegn hinum illu nýlenduherrum Dönum bæru árangur. Já, þær eru fallegar íslensku frelsishetjurnar og þá sér lagi úr röðum V.Í.N. enda oft nefndar í sögubókum sem sómi Íslands, sverð þess og skjöldur. Síðan þá hefur fyrstahelgin í júlí verið þjóð- og árshátíð okkar sem í V.Í.N. erum. Nóg um söguskýringar.

Þegar 100.dagar eru í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð er rétt að minna allar gjafvaxta snótir, sem ætla að vera með okkur í (Blaut)Bolagili, á að þarna eru þreyttar keppnir á borð við blautbolakeppni, sem heitir einmitt eftir gilinu okkar, og síðan nýjustu keppninni sem er að sjálfsögðu vaselínglíma. Það er búið að leggja inn pöntun fyrir 80.kg af þunnfljótandi vaselíni sem nota á í glímuna. Keppnin fer fram á pallinum á Lúxa eða í uppblástnum potti. Nánari útfærsla kemur að sjálfu sér þegar nær dregur fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. En vill sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúninginsnemdar eftirlitsdeildar minna gjafvaxta stúlkukindur að að skráning í þessar keppnir er hér með hafin. Hægt er að skrá sig í kommentinum hér fyrir neðan. Skráningargjald fer eftir nánara samkomulagi. Það er ekki úr vegi að koma því líka að almenn skráning er líka hafin og hvetjum við þá sem áhuga hafa að skrá sig með sama fyrirkomulagi. Nú verður spennandi að sjá hvort sumir standi við stóru orðin og skelli sér með. Þrátt fyrir fögur fyrirheit síðustu ár hafa þessir einstaklingar ekki staðið við þau orð. Þeir fá nú annað tækifæri og er það von sjálfskipaðs miðhóps skemmtinemdar undirbúninginsnemdar eftirlitsdeildar að þessir menn láti nú sjá sig. Enda ærin ástæða til eða svona 100.ára afmælisástæða eða svo. Það hefur reyndar heyrst að Áfengisálfurinn hafi heitið því við einn af meðlimum V.Í.N. í rannsóknarferð um daginn að hann ætlaði að koma með. Enda er þetta líka frábær upphitun fyrir Þjóðhátíð þar sem Álfurinn lætur sig varla vanta. Svo kemur hér vísa sem verður seint of oft kveðin eða sá sannleikur að ,,lítil bjór er vondur bjór´´ og er þetta sú stærð að bjór sem árshátíðargestir ættu að hafa meðferðis. Þó verða menn að gæta hófs því menn orðið jú mishressir. Ekki má heldur gleyma því að sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar undirbúningsnemdar eftirlitsdeildar mun svo fara ,vonandi fljótlega, í undirbúnings- og eftirlitsferðir inní Þórsmörk og (Blaut)Bolagil þessar ferðir verða farnar í samstarfi við heilbrigðisdeild V.Í.N. Í þessum ferðum verður kamarinn prufaður og hvetjum við alla sem koma í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðþórsmerkurferð að fara amk eina ferð á kamarinn. Hverjum manni hollt og gott. Þar verða þær dúnmjúkar íslensku hægðirnar í svona stórbrotinni náttúru. Loka undirbúnings- og eftirlitsferð verður svo farin viku fyrir helgina góðu. Þá er Jónsmessuhelgin og líkt og síðustu 2.árin þá er ætlunin að ganga yfir Fimmvörðuháls og kanna þar hvort ekki að gönguleiðin sé ekki örugglega fær fyrir þá sem eru svo veruleikaskertir að láta sér detta það hug að koma arkandi helgina góðu. Nemdin mun að sjálfsögðu fara akandi líkt og undanfarið þegar helgin er annars vegar. Samt stefnir hún nú á að arka ásamt fríðum flokki manna og kvenna yfir Fimmvörðuhálsinn um Jónsmessuhelgina. Það er von okkar að einhver gítarleiki verði með í för svo hægt sé að halda uppi feitu flippi við varðeldin sem tendraður verður á laugardeginum. Það er bara spurning hvar hægt verður að kveikja upp varðeldinn það getur Krossá ein sagt til um og kemur örugglega ekki ljós fyrr en við mætum á svæðið. Þetta verður allt sem sagt í föstum skorðum hjá okkur samt með einhverjum nýjum breytingum sem verða bara að koma í ljós. Veðurnemd er þessa dagana að hefja viðræður við veðurstofuna og líka verður aðeins rabbað við veðurguðina með að fá gott veður. Það er svo aldrei að vita nema maður lumi aðeins á Floridaveðri niðri í ferðatösku svona smá afgang. Það væri ekki vitlaust að brúka það þarna enda vel við hæfi. Þarna er því komið kjörið tækifæri fyrir kvenkyns leiðangursmenn að hafa með sér bikini. Helst eiga allir aðrir að sleppa stuttbuxunum svo það komi nú örugglega sól og blíða þessa Helgina. Svo verða menn auðvitað klæddir eftir veðri og í samræmi við hitastigið úti

Þá er komið nóg af bulli í billi. Ég vona að þessi litli pistlingur útskýri hvar málin standa og hafi náð að stytta fólki aldurinn í bið sinni eftir fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Að lokum bendi ég á myndir til að auka á tilhlökkuna.

Þórsmörk 2000
Þórsmörk 2002
Þórsmörk 2003

Fimmvörðuháls 2002
Fimmvörðuháls 2003

Undirbúningsferð 2000
Undirbúningsferð 2001
Undirbúningsferð 2002
Undirbúningsferð 2003

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!