mánudagur, apríl 07, 2003

Eins og fram kom fyrir helgi þá fór V.Í.N. í bústaðaferð í Borgarfjörðinn. Það var lagt af stað út úr bænum um kl 20:30 á föstudagskvöldið og vorum við Vignir síðastir úr bænum. Þegar við komum í bústaðinn um 22:00 var hafist handa við bjórdrykkju. Að sjálfsögðu var drukkinn Bandarískur bjór, svona til að sýna stuðning í verki við G.W., var þetta Miller Time og var það mál manna að þetta væri óvenju góður bjór þrátt fyrir að vera vondur bjór. Ekki voru menn neitt rosalega lengi að þetta föstudagskvöldið því það átti að vakna snemma á laugardagsmorgninum og herja á Langjökull. Samt kláraði maður kippuna og fékk sér tvo screwdriver með bláum Smirnoff og fær Magnús Blöndahl þakkir fyrir.

Hið ótrúlega gerðist svo á laugardagsmorgninum. Hvar er það kunna margir að spyrja. Jú, menn risu á fætur hver á eftir öðrum um átta um morguninn. Það þurfti ekki einu sinni símana til að vekja okkur. Það var ekki laust við að mikill eftirvænting væri meðal fólks. Hafist var handa við að útbúa morgunmat og vekja Togga, sem var ennþá í bænum og ætlaði að hitta okkur á leiðinni. Eftir að hafa borðað morgunmat eftir forskrift manneldisráðs hófust Muller´s æfingar og eftir morgunbæn var loks hægt að leggja í hann. Jeppalestin rann afstað um 09:30 með stefnuna á Langjökull. Veður var hið ágætasta og stakasta blíða við Hreiðavatn það bæti svo í vindinn þegar nær kom Reykholti. Við Reykholt var gert stutt stopp og tankað en þangað vorum við kominn kl:09:52. Það var okkur til happs að nýlenduvöruverzluninn var búinn að opna 8.min á undan auglýstum opnunartíma. Ekki fóru nema 30.L á Willy og verður það teljast nokkuð gott. Þarna notuðu menn líka tímann til að fá sér auka morgunmat m.a nýbakað skinkuhorn og Skessuhorn lesið á meðan aðrir notuðu tækifærið og nýttu sér snyrtinguna. Eftir þetta var ekkert að vanbúnaði og það var brunað af stað. Leiðin lá í gegnum Húsafell og við afleggjarann við Kaldadal var gerður stuttur stanz og mýkt í dekkjunum og þar kom í ljós að Toggi var við Reykholt við dóluðum okkur bara áfram. Það var enginn snjór þarna og bara keyrt á auðum veginum. Þó var einstaka skafl á veginum og var hann mikið blautur og mikið vatn í förunum. Við gatnamótin að Þjófakrók bíðum við eftir Togga og við bíðum og bíðum aðeins lengur og svo var ákveðið að dóla sér af stað og þá fljótlega birtist Toggi. Eftir að Toggi var kominn var hópurinn fullskipaður og þar sem Toggi var einn í bíl var ákveðið að Arnór, sem hér eftir verður kallaður hr.Potter, skyldi færður úr X-Cap sem þriðji maður og í Datsuninn. Nú var hópurinn kominn og hann saman stóð af Stebba Twist og Vigni á Willy´s á 38´´, Maggi Brabra og Magga Blöndahl á Toy X-Cap á 35´´, Viffi og Alda á Toyota X-Cap á 35´´ og Toggi og Hr.Potter á Datsun Patrol á 38´´. Heldur voru nú snjóalög af skornum skammti þarna þó öðru hverju kom krapi á veginum stundum var hægt að sneyða fram hjá eða meður fór bara beint í gegn. Maggi þurfti einu sinni þar að þiggja spottann og var það bara vegna þess að 35´´ gaf ekki jarðsamband og hann sat á kviðnum. Svo kom einn stór skafl og ekki fór maður langt í 12.psi svo það var brugðið á það ráð að hleypa lofti úr belgmiklum hjólbörðum bifreiðarinnar, að þessu sinni var hleypt niður í 5.psi. Þegar upp brekkuna var komið blasti skálinn við okkur. Ekki var gerður stanz við skálann heldur haldið beinustu leið upp jökulinn. Gekk það nokkuð greiðlega enda höfðu einhverjir verið svo elskulegir að tróða fyrir okkur þarna. Reyndar voru þessi för svolítið sikk sakk enn upp fóru þau, við mætum svo þessum köppum þegar þeir voru á niðurleið að hitta einhvern hóp. Við heldum svo lengra upp og fórum lengra en þegar ég og Vignur vorum þarna á ferðinni fyrir 6.vikum síðan eftir að þeim árangri var náð var okkur óhætt að snúa við. Við reyndar fórum lengra í svarta þoku og fíflalega mikili snjóblindu. Það var allt hvít og maður sá varla för ef þau voru fyrir framan jeppann. Samt gaman og færið ekkert svo slæmt. Þarna uppi fór nú Willy´sinn, öldungurinn í hópnum, létt með að hringkeyra Datsuninn. Það fór svo smá tími í að leika sér eins og gengur þó var ekkert hægt að spítta í vegna þess að skyggni var ekkert. Þó gerðist eitt nokkuð skondið á einum staðnum þar sem við vorum eitthvað að sprella og orðið mikið af förum að Viffi festi sig og kom þá Maggi Brabra til sögunnar og ætlaði að kippa í Viffa. Ekki gekk það betur en svo að þeir voru bæðir fastir með nælonið á milli og það var strekkt svo ekki var hægt að losa það. Ekki vera hræddur því Toggi mætti á svæðið og kom næloni á milli sín og Magga Brabra. Þarna voru 3.grútarbrennarar að taka á því og skyndilega varð allt svart og mikill lýsislykt yfir öllu. Það sem bjargaði málunum var að kári blés þokka lega svo svarta reykjarskýið og lýsislyktinn var fljót að hverfa. Eftir að Datsuninn hafði kippt í tvær Togaogýtur var hægt að losa kaðalinn ekki var þó Viffi alveg laus og nú koma það í hlut Willy´s að kippa í Viffa. Ekki voru amerísku hestöflin í vanræðum með að koma Viffa upp úr þessu. Þarna var ákveðið að snúa við og halda niður á við. Toggi fór fremstur og nú voru báðir X-Cap fastir og ekki var mikið mál fyrir Willy´s og hans amerísku hestöfl að kippa þeim lausum. Á leið okkar niður ákvað Maggi Blöndahl að skella sér á skíði eða fjallaskíði. Þar sem hann var bara í venjulegum plastskóm var svoldið fyndið að horfa á hann renna sér með ,,pizzu´´ stíl. Ég og Maggi Brabra vorum svo samfloti þanngað til að mér þótti svo leiðinlegt í förunum að ég ákvað að fara út úr förunum og standa niður. Var það ekki leiðinlegt þrátt fyrir að snjórinn væri blautur og þungur. Þegar við komum svo niður að skála fór ég og Toggi í smá sandkassaleik í skafli fyrir bak við skálann. Það endaði með við að Datsuninn sat á kviðnum og Toggi þurfti að fara út um hliðarrúðuna. Það kom svo í ljós að hægra aftur dekkið var vindlaust og ekkert að gera nema pumpa í sem og var gert nema hvað að það lak með felgunni að innan verðu. Eftir að hafa grjótpumpað í það stoppaði eða minnkaði lekinn. Þarna við skálann var dælt þar til gerðu lofti í dekkinn og haldið sem leið liggur niður í Húsafell. Á einum stað komum við að Patrol sem var frekar fastur og Hummer sem var þarna tók það hlutverk að spila hann upp. Þarna á sama stað var líka Barbí fastur og bílinn í bakgír og enginn undir stýri. V.Í.N. tók það að sér að bjarga þessum Barbí og kom það í hlutskipti Togga að ná honum upp og það hafðist. Það er líka óhætt að segja að þarna hafi verðið frekar hvasst svo ekki sé fastara að orði komist. Eftir þetta gekk ferðinn í Húsafell frekar tíðindalaust fyrir sig. Í Húsafelli var full pumpað í öll dekk. Eftir að því var lokið og menn og kona hefðu japlað á samlokum var haldið sem leið lá í bústaðinn aftur. Menn sáu það fyrir að ná fyrir tímatökur en það átti eftir að breytast. Þegar við vorum komnir c.a. 1,5 km frá Húsafelli var Toggi kominn á felguna hægra megin að aftan. Það tók ekki langan tíma og þurfti engann snilling til þess að sjá það að þetta dekk var ónýtt. Enginn með varadekk svo eina leiðin til að koma bílnum áfram var að fá dekk úr bænum. Kom það upp á daginn að Toggi á 36´´dekk á 6.gata felgum svo hann talaði við karl föður sinn og var hann boðinn og búinn að sendast með dekkið. Maggi og Maggi fóru svo á moti honum og hittu hann við afleggjarann að Hvanneyri. Á meðan var undirbúningur fyrir dekkjaskipti í fullum gangi. Það var líka okkur til happs að Viffi var með hólk með sér svo við fórum í skotkeppni þar sem stikkubútur og tóm bjórdós fengu að finna fyrir því. Þarna var illt í efni fyrir hr.Potter því hann var búinn með bjórbirgðirnir og þarna brenndum við líka dýrmætum bjórtíma. Það er samt ekkert við þessu að segja og svona gerist. Svo rúmlega 18:00 birtust Maggarnir með varadekkið og auka tjakk. Það tók okkur svo ekki nema tæplega korter að skipta um dekk þ.e. að taka framdekkið undan og varadekkið undir að framan og kippa ónýta dekkinu af og setja framdekkið undir að aftan. Nú var að drífa sig í bústaðinn og fara að fíra upp í grillinu. Það var gert og mikið hélvíti var bjórinn ljúfur þegar maður gat loks fengið sér bjór eftir að aftur var komið í bústaðinn. Annars fyrir þá sem vilja lesa um partýið sem fór fram á laugardagskvöldinu vil ég benda á partýbloggið hjá herra Potter.

Þegar ég vaknaði á sunnudaginn var mér tjáð að Vignir hefði stungið mig af með Togga og hr. Potter væri kominn í hægra sætið í Willy´s. Þetta verður að teljast góður árangur hjá hr.Potter að sitja í þremur mismunandi bílum yfir helgina. Aldrei sami bílinn tvo daga í röð. Maggi og Maggi voru svo næstir að fara í bæinn. Það er óhætt að segja að ástand manna var misjafnt. Svo ákvað ég brottför kl:15:00 því maður ætlaði sér að ná formúlunni í sjónvarpinu. Það leit út fyrir að þetta myndi hafast og tiltekt gekk alveg þokkalega. Þegar átta bara eftir að skúra þá ákváðu Viffi og Alda að leggja af stað í bæinn með þynnkuborgarastoppi í Borgarnesi þar sem ég og hr.Potter ætluðum að hitta þau. Þetta átti eftir að breyttast. Fljótlega eftir að þau voru lögð að stað hringdi síminn og það var Alda að tjá okkur að X-Capinn vildi ekki keyra. Eftir að ég og Hr.Potter vorum búnir að ganga frá bústaðnum fórum við og heilsuðum upp á Viffa og Öldu. Þá kom á daginn að kúplingin væri líklegast farinn því skipti engu máli þótt að hann væri í gír því ekki fór hann áfram eða aftur á bak þrátt fyrir fulla inngjöf. Þegar svona er ástand var ekkert annað að gera í stöðunni nema hengja nælon á milli og draga í bæinn. Togaogýta X-Cap endaði sem sagt í spotta aftan í Willy´s sem er kominn á sitt 22.aldursár og verið hressari. Það var ekki nóg með að maður væri kominn með eitt stk. X-Cap sem dragald heldur var líka sæmilegasti mótvindur svo ekki fór maður alltof hratt yfir maður var á 60-95.km.klst og náði maður að halda sér á 70-80 mest allan tíman. Það verður líka að segjast að Willy´s var ekkert alltof sprækur í 4ja.gírnum. Þarna þótti mér líka mjög gaman bæði að draga Toyota og að taka þátt í því að eyða takmörkuðum orkulindum heims. Það lítur líka út fyrir það að maður sé að fá ódýrra bensín þökk sé G.W. Bush og stefnu hans í Írak svo ég hafði enga samvisku yfir lítrunum sem fóru þarna. Maður þurfti svo að greiða tvöfalt í göngin og það var mikið krafthljóð í Willy´s þegar við vorum á leiðinni upp brekkuna sunnan meginn í göngunum. Við vorum svo komin í bæinn um kl:17:30 og þar endaði bústaða-Langjökuls-bústaðaferð okkar V.Í.N.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!