miðvikudagur, desember 30, 2015

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2016

Já, gott fólk. Nú er senn árið 2015 á enda. Slíkt þýðir auðvitað bara að það styttist í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2016 og ennþá styttra í að skráning hefjist í áðurnefnda ferð. Eiginlega bara nokkrar klst, Skráning hefst þann 01.jan 2016 kl:00:01. Eða eftir tæpan einn og hálfan sólarhring. Ótal glæsilegra vinninga er í boði fyrir þá fyrstu eins og t.d notaðir plastpokar og fleira í þeim dúr. Aðalvinngur er síðan panflaututónleikar þar sem Magnús B. frá Þverbrekku mun fara hamförum á flautinni. Jæja en hvað um það.

Gleðilegt nýtt ár gott fólk og svo muna að skrá sig

Kv
Skráningardeildin

1 ummæli:

  1. Jíbíí. Maður nær barasta að vera fyrstur að pota sjer á listann þetta árið. En alla vega þá ætla jeg hjer með að ská mig, Stebba Twist, eiginkonuna, Krunku og frumburðinn Skottu Twist. Svo er auðvitað farartæki og það er stefnan að fara á Konungi Jeppana inní Bása.

    Að lokum Gleðilegt nýtt ár allir þarna úti

    Kv
    Litla fjölskyldan á H38

    SvaraEyða

Talið!