fimmtudagur, október 29, 2015

Agureyrish 2015: Dagur 11Eins og ýmislegt í lífinu þá kemur að endalokum einhvers. Nú var runninn upp þriðjudagur og vinnan beið Litla Stebbalings á miðvikudagsmorgninum svo lítið annað var í stöðunni en að komast suður á boginn.
Upphaflega var hugmyndin að renna við í hjarta skagfirskaefnahagssvæðins og skella sjer þar í sund. En þar sem Skotta var sofandi er þar var komið var ákveðið að brjóta á viðskiptabanninu og fara í sund á Blönduósi. Þar sem ekki nokkur lifandi sála les þessa síðu lengur er óhætt að viðurkenna svona hjer. Reyndar vorum við svo ekki komin langt frá Agureyrish þegar þurfi að gjöra pissustopp en það tilheyrir víst og ekkert til að stressa sig á.
Þrátt fyrir öll boð og bönn verður það að segjast að sundlaugin á Blönduósi er hin prýðilegasta og ekki skemmir fyrir að hún setti víst sveitarfélagið nærri því á hausinn. Því eins og allir vita eru sundlaugar sem sliga heilu sveitarfélögin góðar sundlaugar. En hvað um það. Eftir sundferð var haldið í kaupfélagið sem heitir víst Samkaup í dag og aðeins nært sig. Já ég veit en fyrst maður er byrjaður að brjóta viðskiptabannið þá er alveg eins gott að halda bara áfram. Svo var bara ekið sem leið lá á þjóðvegi 1 í blíðskaparveðri og komið heim á H38 einhverntíma undir kveld

Sé nenna hjá einhverjum má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!