föstudagur, apríl 10, 2015

Páskar: Skírdagur



Upp voru runnir páskar og Litli Stebbalingurinn var svo heppinn að vinnan hjá kauða raðaðist þannig að það kom langt helgarfrí. Svo það var ákveðið að hjá litlu fjölskyldunni að bruna norður til Agureyrish á skírdagskveld og koma heim fyrir vinnu á mánudagskveldinu þ.e annan í páskum

Sum sé eftir vinnu þegar menn voru búnir að skella sér í steypibað og raða í Polly var hægt að leggja í´ann sem var c.a rúmlega kl:1900. Við byrjuðum á því að rúlla upp í nesið hanz Borgar Sig og þar var ætlunin að éta. Við skelltum oss á Grillhúsið og var það svo sæmilegt nema hvað að biðin eftir matnum var í lengra lagi. En svo um 2100 fóru allir saddir og sáttir með kaffið með sér norður á boginn. Ferðin norður til Agureyrish gekk með ágætum enda færið bara nokkuð gott þrátt fyrir hálkubletti á Holtavörðuheiði og Vatnsskarðinu en svo hafði aðeins skafið við vegriðin á Öxnadalsheiði eða ég veit ekki hvar. En ekkert vandamál fyrir Fjalla-Polly. Það var svo rúmlega 0100 aðfararnótt flöskudagsins langa er vér rúlluðum inn í innbæ Agureyrishkaupstaðar. Svo sem ekki mikið sem gjörðist þessa ferðina en það er svo sem gott en kveldinu var slúttað með einum páskabjór áður en gengið til náðar.

En það þarf tæpast að koma nokkuri sálu á óvart að myndavél var með í för og örfáar myndir voru teknar þetta kveld. Sé einhver áhugi að skoða þær má gjöra það hjer

2 ummæli:

  1. Þú segir fréttir, Grillhúsið komið í Borgarnes.

    SvaraEyða
  2. Jebb, 10-11 hefur greinilega ekki verið málið á nýju Shell benzínstöðina í Borgarnesi svo Grillhúsið er komið þar

    SvaraEyða

Talið!