sunnudagur, nóvember 02, 2014

Fann ekki leiðina heimNúna fyrstu helgina í október fór FBSR með nillana í B1 upp í Tindfjöll þar sem verklegi hluti rötunar fór fram. Nú þetta var allt svo sem hefðbundið nema hvað að þessu sinni var Litli Stebbalingurinn akandi. En það var lagt af stað úr bænum á flöskudegi og er komið var við Fljótsdal var bæði nillum og inngengnum hent út til að rölta uppeftir. Einni gildi limur V.Í.N, þarna var

Stebbi Twist

Síðan voru þónokkrir góðkunningjar eða:

Matti Skratti og Arnaldur Diablo sem höfðu yfir umsjón með þessu eins og oft áður
Brekku Billi
Sleða Stebbi 
Ásdís hanz Stebba

Sleða Stebbi og Ásdís hanz Stebba voru á LC 90 og undirritaður ásamt Brekku Billa á FBSR5 sem er Togaogýta Hrælúx. Það kom oss skemmtilega á óvart hvað mikil snjór var uppfrá. Reyndar hundleiðinlegur snjór að því leyti að hann þjappaðist lítið sem ekkert en mjór er mikils vísi.
Við komum svo að þvi þar sem tjaldbúðir voru reistar og slógum upp Rei-tjaldinu og komum okkur fyrir. Ljúft að komast aftur í tjald og lúlla í því.

Þegar við risum svo á fætur á laugardagsmorgninum hafði snjóað meir og ekkert nema gott um það að segja. Eftir að nillunum var komið út á örkina gerðum við bílamaurar heiðarlega tilraun til að komast upp í ÍSALP skála. Höfum ekki fleiri orð um það en þangað drifum við ekki. Ofan í einum lækjarfarvegi var snjór upp að húddi og pikkfestist sá Grái þar.
Sökum veðurs og aðstæðna m.a snjóflóðahættu var prógraminu aðeins breytt en ekki farið nánar út í það. Við Billi skruppum svo aðeins til Hvolsvallar að næla okkur í meiri steinolíu fyrir gamla selið og á leiðinni kíktum við aðeins á B2 sem voru í straumvatnsbjörgun í skálanum undir Felli.
Síðan um kveldið var allt afskaplega hefðbundið. Bauna og pulzurétturinn frægi, einn týndist um nóttina. En vegna aðstæðna var ekki hægt að fara að Hafrafelli og því gengið bara aftur niður að Fljótsdal. Við á FBSR 5 renndum niðureftir og kíktum aftur á B2. B1 kom svo niður og þá gat maður ekki misst af keppninni.
Niðurstaða helgarinnar var samt sú að ef snjórinn heldur sér þarna þarna þá lofar það góðu fyrir veturinn

En allavega þá geta áhugasamir kíkt á myndir frá helginni hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!