þriðjudagur, júní 07, 2005

Jæja, gott fólk. Þá er kominn tími á að birta nýjan lista yfir þá viljugu og staðföstu er ætla sér í gleðina miklu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferðina. Ekki hefur listi yfir hina viljugu og staðföstu mikið breyst en enginn hefur þó dottið af honum heldur fjölgað um einn. Til hamingju með það. Það er ennþá möguleiki að komast inn á lista hinna viljugu og staðföstu. Ekki vera gunga, drusla og dusilmenni með öræfaótta heldur skaltu skella þér með í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferðina.


Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Maggi Móses
Frú Brabrasonur
Alda
Tiltektar-Toggi
Frú Toggi
Danni Djús
Frú Djús
Tuddi Tuð
Auður er undarleg svo er nú það
Perrinn
Katý
VJ
Gvandala-Gústala
Kári Smartís
Birkir
Malin
Hr.Hubner

Ekki amalegur hópur til að vera með í. Vill undirbúningsnemdin sérstaklega minna heimasætur á kjöraldri og innan mengis að láta sjá sig. Taka þar þátt í vaselínglímu, trampólínhoppi og ýmiskonar knattleikjum.

Kv
Undirbúnginsnemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!