laugardagur, maí 07, 2005

Það þarf varla að minnast á það að um síðustu helgi var farinn undirbúnings- og eftirlitsferð inn í Þórsmörk. Rétt eins og er í fersku minni hjá glöggum lesendum.Ferð þessi átti eftir að reynast nokkuð afdrifarík. Þar sem sumir urðu blautari en aðrir og hefur Jarlaskáldið ritað um það fína greinargerð, sem hér verður vísað í a.m.k þanngað til ferðaskýrsla birtist. Þeir félagar Birkir og Arnór komu svo úr bænum okkur til hjálpar og kunnum við þeim allra bestu þakkir fyrir. Gott að eiga svona ferðafélaga að. Nóg um það.

Eins fram kom hér í upphafi var þetta undirbúnings- og eftirlitsferð fyrir hina 120. árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarferð sem verður nú veglegri en nokkru sinni fyrr. Rétt eins og hið fornkveða segir þá er: Fall er fararheill. Svo á svo sannarlega við í þessu. Það er rétt að minna gesti og gangandi að skráning er löngu hafin og þeir sem verða búnir að skrá sig fyrir 23:28 þann 10.05.05 munu geta unnið Panflautu og fleiri glæsilega vininga. Það er um að gera að tjá sína skráningu í kommentakerfinu hér fyrir neðan. Koma svo allir/öll og gerum þessa 120 árlegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð glæsilegri en nokkru sinni fyrr með nýju fjöldameti. Þess má geta í lokin að Birkir Bjargvættur ætlar að mæta á svæðið svo enginn öræfaótti er afsakanlegur á þessu ári.

Kveðja
Undirbúnings-og eftirlitsnemdin.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!