fimmtudagur, apríl 22, 2004

Göngu-og skíðadeild V.Í.N. í samstarfi við jeppadeild og fólksbíladeild V.Í.N. ákvað að gefa öllum öræfaótta langt nef og halda upp á sumarkomuna á Snæfellsjökli. Hér kemur sagan af því.

Miðvikudag 21.04 fóru fjórir meðlimir V.Í.N., þeir fáu sem ekki eru haldnir öræfaóttanum alræmda, af stað í leiðangur og ætlaði sá fimmti að hitta á okkur að morgni sumardagsfyrsta á Snæfellsnesi. Það var rúmlega 21:00 sem að Jarlaskáldið renndi í hlað hérna í Logafoldina á Lilla og þegar við vorum búnir að hlaða Lilla gátum við komið okkur í Móso þar sem við ætluðum að hitta samferðamenn okkar. Þegar við komum svo í sveitina og hittum fyrir ferðafélaga okkar var næsti viðkomustaður bensínstöð. Þarna var hópurinn samkominn og hann prýddu undirritaður aka Stebbalingur og Jarlaskáldið og vorum við á Lilla. Svo voru það Toggólfur og Maggi Blöndahl aka Tuddi Tuð og var farastjóti þeirra Lancer þess fyrrnefnda. Þar fylltu menn bæði bíla og sjálfan sig. Eftir að hafa verzlað allar nauðsynlegar nýlenduvörur var loks hægt að koma sér út úr bænum. Við ókum sem leið lá á Snæfellsnes með smá stoppi á vegamótum. Ekki var alveg ákveðið hvar gista skyldi. Aðstæður við tjaldsvæðið á Arnarstapa voru okkur ekki að skapi svo við afréðum að leita fanga á örðum miðum. Við tjölduðum svo rétt hjá afleggjaranum upp á jökull. Ekki voru menn í vandræðum með að koma uppi tjöldum sínum þrátt fyrir vetrarfrí frá þeim bransa. Upp spruttu 4.tjöld og svo hófu menn við að tæma nokkrar bjórdósir ásamt því að fá sér heitt kakó íblandað með austurrískurommi. Menn komu svo sér í poka rúmlega 02:00 aðfararnótt fimmtudags. Þrátt fyrir að kári hafi aðeins látið til sín taka þá sváfu menn nokkuð ljúft þrátt fyrir að hafa rumskað nokkrum sinum í vindkviðum.

Menn voru svo komnir á lappir um 09:00 að morgni sumardags fyrsta, misshressir að vísu, í þessari líka bongó blíðu. Fljótlega bættist svo fimmti leiðangursmaðurinn í hópinn en það var Jóhann Haukur sem ekki á heimagengt á miðdagskvöldið. Eftir morgunbæn, morgunmat og mullersæfingar tóku menn niður tjöldin og komum við okkur upp að jökli og alltaf var sama blíðan. Þegar menn voru svo búnir að koma sér í skóna og allt sem svona göngu fylgir gátum við komið okkur af stað. Rétt eftir að við hófum að ganga fór einhver þokuslæðingur að gera vart við sig en lét sig samt fljót hverfa aftur. Þegar við komum svo að neðri þúfu og var litið á toppinn var hann hulinn skýjum og komin heil hersing að jeppum þar fyrir neðan. Eiginlega og við lögðum af stað frá neðri þúfunni með stefnuna á toppinn þá hreinsaði hann sig og ekki var ský að sjá, bara sól. Enda urðu menn misrauðir í framan í þessari ferð. Þegar við fórum að nálgast toppinn þá fór maður að bera kennsl á nokkra jeppa og var einn af þeim Birkir ásamt fleirum sem voru með okkur í sögulegriferð í Jökulheima með viðkomu á Vatnajökli. Rétt fyrir neðan toppinn var færið orðið frekar erfitt sérstaklega fyrir þá sem voru fótgangandi. Þegar við komum svo á toppinn þá voru þar fleira fólk sem við þekktum eða Valdi sem var með okkur á Italíu í fyrra. Þess má geta að hann var mjög sáttur við að sjá mig og þjálfa á fjallaskíðum. Þarna uppi fengum okkur að borða, mikið var auðvaldsdrykkurinn góður og ekki var toppabjórinn síðri, eftir að við fundum loks stað sem var logn. Maggi og Jóhann Haukur fóru svo alveg upp á hæðstu þúfu. Á meðan þá gerðu aðrir sig klára fyrir skíðun niður í bland við að spjalla við Birki og félaga. Þegar þeir komu svo niður aftur þá var ekkert því til fyrirstöðu að fara að renna sér niður. Færið var frekar leiðinlegt til byrja menn þar sem það var frekar öldótt en skánaði eftir því sem nær neðri þúfu dró. Þegar við komum svo niður að neðri þú urðum við varir við ferðir fólks sem var á uppgöngu. Kom þar í ljós (S)Auður sem er okkur V.Í.N.-liðum að góðu kunn úr Þórsmörk. Ekki var stúlkan alveg strax að kveikja á því hverjir væru þarna á ferðinni, enda ekki vön að sjá okkur svo ódrukkna. Eftir að hafa eytt smá tíma í að spjall við hana var barsta að halda áfram að renna sér niður. Þarna var færið orðið nokkuð gott, ekki ósvipað og var þegar maður skíðaði utan brautar á Siglufirði svona fyrir þá sem voru þar. Jóhann Haukur fór hamförum á tjalddýnunni sinni þarna niður okkir hinum til mikilar skemmtunnar. Þegar við vorum svo komnir niður fyrir lyftu var færið orðið of blaut og bara leiðinlegt. Alveg ekta jöklasumarfæri sem hægði stundum um of á manni. Þrátt fyrir það þá komust við allir niður að bílunum þokkalega heilir og á höldnu bæði á líkama og sál. Nú var bara ekkert að gera nema bíða eftir Jóhann Hauki og gera sig kláran fyrir heimferð. Þegar maður var kominn úr skíðadótinu þurftum við Arnór að endurráða í Lilla og gerðum það undir ljúfum tónum. Þegar allir voru svo tilbúnir var ekkert til fyrirstöðu að koma okkur niður á vegamót þar sem ætlunin var að snæða lambarétt með frönskum og mikið af kryddsmjöri. Að vísu voru það bara ég, Maggi og Skáldið sem fengum okkur þetta aðrir voru með ameríska þjóðarrétt og sumir létu bara pulsu duga, enda þurfti þeir að fara heim og elda. Þegar við komum svo í Borgarnes eftir tíðindalausan og leiðinlegan akstur um Mýrar var sú ákvörðun tekin að sleppa sundi og bruna bara beint í bæinn. Það var svo hápunkturinn á leiðinni heim frá Borgarnesi þegar við fórum í gegnum göngin. Það má samt alveg láta það fylgja með að það var alltaf sama bongó blíðan allan tímann. Ég og Nóri renndum svo í Grafarvoginn nánast á slaginu 19:00 þannig að maður náði alveg örugglega South Park.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!