mánudagur, júní 09, 2014

Helgusfellus



Svona í tilefni Hvítasunnuhelgarinnar og vinnuhelgin búin hjá Litla Stebbalingnum var slegið til og rölt á Helgafell í Mosfellsdal. Fyrir utan almenna útivist var líka nýji burðarpokinn hennar Skottu vigður og lofar hann góðu.
En þarna á ferðinni í dag voru

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
Síðan fékk amma Gulla að fljóta með svona fyrst hún var í bænum

Þetta er svo sem ekkert hátt fjall en engu að síður prýðilegasta ganga enda er það ferðin sem skiptir máli en kannski ekki endilega alltaf áfangastaðurinn. Skemmt er frá því að segja að allir náðu að toppa og ætli það sé ekki bara bezt að láta myndir tala sínu máli. Það er gjört hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!