sunnudagur, maí 19, 2013

Fall er fararheil



Loksins, loksins í dag var ætlunin að halda í undirbúnings-og eftirlitsferð í Goðaland. Staðfestir voru tveir bílar og var hittingur á Gasstöðinni kl:10;00 og síðan var lagt í´ann allir fullir eftirvætingar en það voru:

Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist

á Rex


Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi

á Gullvagninum


Það var haldið sem leið lá austur á boginn og þrátt fyrir mikla rigningu og þoku á heiðinni þá höfðum við öruggar heimildir fyrir því að þurrt væri á Merkurslóðum og fínasta veður. Allir voru því spikspenntir að komast innúr og grilla þar hammara í jómfrúarferð Skottu inní Goðaland
Þegar við vorum rétt komin austur fyrir Hnakkaville fór að bera á gangtruflunum í Gullvagninum og byrjaði hann að reykja óeðlilega mikið, meira að segja mv grútarbrennara. Það var aðeins haldið áfram í von um að Gullvagninn myndi lækna sig sjálfur en svo gjörðist ekki. Þá var bara ákveðið að snúa við og fá sér ís í Carlsberg. Það gat nú verið að einhver bölvuð Togaýtan kæmi í veg fyrir að maður kæmi Skottu í sína fyrstu Merkurferð. En það styttist í að maður komi sér á heimaslóðir.
Þegar fólk hafði kvatt hvert annað var símað í Dísu og reynist hnátan vera heima og skipaði okkur að koma í heimsókn. Það var því lán í óláni að komast ekki í Bása var bara að heimsækja hana Dísu okkar og Hjalta. Þau voru bara kátt að vanda og höfðingar heim að sækja eins og alltaf
En við skulum nú bara samt segja að fall sé fararheil og næztu ferðir heim munu verða hver öðrum goðsagnarkenndari.
Alla vega þá má skoða myndir frá ísbíltúrnum hér

Kv
Undirbúnings-og eftirlitsnemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!