mánudagur, apríl 15, 2013

Páskar 2013: Fjórði hluti

Á skíðum skemmti ég mér




Páskadagur rann upp og óhætt að segja að hann hafi verið bjartur og fagur. Það var því ekkert því til fyrirstöðu að skella sér upp í fjall og renna sér. Litli Stebbalingurinn hafði tekið það að sér að vera eins konar barnapía því einn unglingur fylgdi með upp í fjall eða systur sonur. En hvað um það. Það var amk skíðað ágætlega í tæpa 3.tíma í þvílíkri blíðu. Hef sjaldan verið í eins blíðu og færi í Hlíðarfjalli áður. En sum sé prýðilegasti skíðadagur þrátt fyrir margmenni. Krunka kom svo og sótti okkur, að sjálfsögðu fékk Skotta Twist að fljóta með uppeftir og henni sýnt fjallið. 
Dagurinn var ekki einu sinni hálfnaður þegar við frændur komum niður og var þá ákveðið að skella sér í Kjarnaskóg og brúka þar gönguskíði amk eins og einn hring eða svo. Á bílastæðinu við Kjarna sáum við kunnulegan fjallabíl og þar reyndist vera Flubbafélagi Haukur Eggerts sem hafði brotið skíðin sín þarna. Vel gert það. 
En alla vega þá fórum við hjónaleysin einn hring í góðu fíling. Svo er við komum aftur á byrjunarstað skelltum við Skottu í burðarpokan framan á og henni leyft að prufa aðeins að fá að vera á gönguskíðum og virist henni líka bara vel.

En þá eru myndir frá páskadag eru hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!