þriðjudagur, desember 18, 2012

Aðventuferðin 2012



Nú um síðustu helgi skelltum við hjónaleysin okkur norður yfir heiðar í okkar árlegu aðventuferð. Við komum norður um kaffibil á flöskudeginum og sugum í okkur norðlenzka jólastemningu í göngugötunni sem reyndar má keyra á. En svo sem ekki mikið gjört því okkur beið svo jólahlaðborð á sjálfu Hótel KEA en þar var étið á sig gat svona skv venju.

Þegar laugardagsmorgun bar að garði var farið að élja og skv vefmyndavélum var skyggni frekar takmarkað. Svo maður beið bara rólegur frameftir degi og skellti sér upp í fjall rétt fyrir 1400. Maður náði þar ágætis tveim klst nema skyggni var ekkert og algjörlega blint uppi. Nú vitna ég bara í Þverbrekkinginn og ,,maður sá ekki framfyrir buxnaklaufina". Sem var hálf fúlt því færið var nokkuð gott. En hvað um það. Stebbalingurinn komst á skíði og það er fyrir öllu. Þar sem Krunka er með einhvern sjúkdóm gat hún ekki skellt sér upp í fjall en fór í heimsókn þess í stað. Þar sem hún var sótt
Síðan um kveldið boðuðu sendiherrahjón V.Í.N. oss í kveldmat í sendiherrabústaðinn. Slíkt var þegið með þökkum og nutum við gestrisni þeirra og fórum ekki svöng þaðan. Gaman að hitta þau

Síðan á messudeginum var brugðið sér í Kjarnaskóg og brugðið sér á gönguskíði því það var jafn blint upp í fjall og á laugardeginumm. Við tókum saman einn hring 2,2 km og síðan tók Litli Stebbalingurinn annan aukahring. Þetta var prýðilegasta skemmtun og jólalegt. Okkur beið svo jólagrautur og endaði með sunnudagslæri áður en haldið var aftur í borg óttans

En allavega þá eru myndir, svona fyrir áhugasama, hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!