mánudagur, apríl 23, 2012

Shangri-La

Að kveldi laugardags hafði Magnús frá Þverbrekku samband við undirritaðan og tjáði honum að hann og Magnús frá Reyðarkvísl ætluðu á Skálafell á messudag. Skinna upp hjá skíðalyftunni og renna sér niður norðurhlíðar. Þrátt fyrir bein og bjór var slegið til og látið slag standa að skella sér með. Messudagur rann svo upp bjartur og fagur. Það var svo nokkrum mín eftir áætlun að Tuddi Tuð renndi í hlað hjá Frostafoldargreifanum. En fleiri voru ekki með í för svp þarna voru:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Blöndudalur

Við gengum svo upp suðurhlíðina, bara vinstra megin við stólalyftuna, á toppinn. Þar var stanzað til myndatöku og samlokuáts áður en skíðað var niður í Svínaskarðið. Eftir að hafa fyllt á vatnsbirgðirnar niðri og skellt skinum aftur undir að arkað upp að mastri og þar var geitaskinið rifið undan og rennt sér niður í bíl. Fínasta ferð svona á messudegi og blíðviðri. Það verður svo nægur snjór þarna norðan megin næztu vikunnar. En alla vega fyrir áhugasama má skoða myndir hér

Kv
Skíðadeildin