mánudagur, mars 12, 2012

Snjóhús og leitaræfing



Nú um síðustu helgi hélt Litli Stebbalingurinn með núbba úr FBSR upp í Bláfjöll. Þar sem ætlunin var að grafa snjóhús síðan sofa í því og hafa síðan snjóflóðapælingar á laugardeginum svona áður en halda skyldi heim á ný. Með í för voru tveir gildir limir V.Í.N. en það voru:

Stebbi Twist
Eldri Bróðurinn

Þrátt fyrir að þetta hafi bara verið upp í Bláfjöll þá tókst okkur að rata í smá ævintýri á leiðinni með að festa rútuna á Bláfjallavegi. En með samstilltu átaki hafðist að losa hana. Svo var skundað upp í Eldborgargil og grafið þar snjóhýsi til að gista í. Skemmst er frá því að segja að maður átti ansi náðuga nokkra tíma í svefni þar. Á laugardagsmorguninn fór í að grafa snjóflóðaprófíla og æfa sig í að gjöra samþjöppunarpróf. Eftir hádegismat, þegar logið var komið á ágætis hreyfingu og snjókoman búin að breytast í slyddu og síðan rigningu, var haldið til móts við langferðabílinn til að halda heim á leið.
Messudagurinn fór svo í leitaræfingu og pælingar. Fyrir þá sem hafa áhuga má skoða myndir frá helginni hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!