þriðjudagur, febrúar 28, 2012

Sundmannakláði




Nú um rétt svo nýliðna helgi var FBSR með ferð, líkt og Litli Stebbalingurinn hefur farið á tveggja vikna fresti í vetur, að þessu sinni í Landmannalaugar og voru eiginlega allir ferðamátar notaðir til að komast til og frá áfangastað. Það sem má helst teljast til tíðinda að þarna voru fleiri V.Í.N.-verjar en venja er og er það vel. Gaman var að sjá VJ koma aftur með í ferð. En hvað um það. sem þetta ritar arkaði innúr á plönkum ásamt spúzzu sinni og nillum inní en þeim hóp var Danni Litli. VJ og Björninn skröltu á Rauðalæk og góðkunningi vor hann Billi var á færibandi. Virgill notaði líka tækifærið til dusta rykið af fjallaskíðunum sínum
Óhætt er að segja að þetta hafi verið góð helgi á fjöllum og allir sáttir. En eitt má þó segja að sé ekki nógu gott en það umferð í heimsbikarmótinu í sprettlellahlaupi. Eftir því sem bezt er vitað var þátttaka 0. Amk mætti undirritaður ekki einu sinni til keppni. Aðrir voru í skjólfatnaði.
Fyrir áhugasama má skoða myndir frá helginni hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!