mánudagur, júlí 05, 2010

HELGIN sem var



Núna um síðustu helgi, sem og allar aðrar fyrstu helgina í júlí síðustu 15 ár, var skundað í Stór-Þórsmerkursvæðið og haldið í áttina að Goðalandi. Þar sem Sigurbjörn hafði ratað í smá vandræði á leið sinni innúr á flöskudag og snúið við þess vegna var staðan endurmetin. Niðurstaðan var sú að fara í áttina og gista fyrstu nóttina á Álfaskeiði og meta stöðuna á laugardeginum. Það voru heldur fáir sem ekki voru illa haldnir af öskuótta og lögðu af stað úr bænum.
Eftir ágætis dvöl í Hreppunum var afráðið að halda í hefðina,eftir að hafa heyrt í fólki sem var í Básum og tjáði okkur ástandið. Þar sem það hafði gengið á með skúrum var ekki rykkorn á leiðinni innúr og Básar tóku á móti okkur alveg eins og um Jónsmessuhelgina þe grænir og fínir.
Nenni eiginlega ekki að hafa þetta lengra og bendi bara á myndir hér.

Annars að lokum bara þá vil ég þakka fyrir mig og skemmtilega helgi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!