fimmtudagur, janúar 25, 2007

Bókmenntahornið

Góðir lesendur, það er komið að lokakaflanum í hinni æsispennandi framhaldssögu, Sauðir í jeppa!




Þegar við skildum við vini okkar sauðina síðast virtist allt vera í besta lagi, svínin búin að losa jeppann úr drullunni og sauðirnir fagnandi bættu gengi. Sauðirnir héldu svo áfram og gáfu meira að segja einu svíninu far, en sauðurinn í bílstjórasætinu gleymdi alveg að stýra. Þetta gæti endað með ósköpum:



Ójú, það fór eins og sjá mátti fyrir, jeppinn ók á tré og sauðirnir flugu út úr honum. Sem betur fer virðist enginn hafa meiðst, en jeppinn er í skralli, svo sauðirnir fara að skæla:



En það þýðir ekkert að skæla bara, eins og allir sauðir vita, svo þeir tóku sig til og sópuðu upp jeppahræinu:



Og þannig lýkur sögunni, jeppi til sölu, selst ódýrt! Af sauðunum er annars það að frétta að þeir enduðu í neytendapakkningum síðar þetta haust.



Og hver er svo boðskapur sögunnar? Gaman væri ef lesendur tjáðu sig um það í athugasemdakerfinu. Annars dregur bókmenntarýnir VÍN sig í hlé í bili, hann er á leið í námsferð til Evrópu að kynna sér miðaldaskrípó. Góðar stundir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!