miðvikudagur, apríl 05, 2006

Þórsmörk 2006

Jæja, þá er komið að vikuskammtinum þessa vikuna. Hverjir verða hvar? Hverjir fara hvert og síðan hverjir skipta máli fyrstuhelgina í júlí.
Smá breytingar hafa átt sér stað frá síðast. Það er miður að þurfa að tilkynna það opinberlega, þrátt fyrir að flestir viti það, að Lati-Krúser er fallinn frá. Það þykir okkur miður því það er góður félagi farinn á fund feðra sinna. Verður hanz saknað og hann hefði viljað að við myndum skála fyrir honum í Mörkinni. En lífið heldur víst áfram og það kemur ávallt nýr bíll. Víst önnur Togaogýta. Já. hann ætlar seint að læra drengurinn
Hins vegar þá kemur Hrönnslan að máli þegar hinn breytingin er annars vegar og það líka breska heimsveldið.

Að lokum má geta þess að undirbúnings- og eftirlitsdeidin er núna í loka samingaviðræðum við sjálfan Alla Búggí um að kappinn sjálfur komi til með að taka nokkra þekkta sveitaballaslagara. Með sínum einstöku og frábæru útsetningum sem allir munu danza við fram á rauða nótt.

En hér koma allra nýustu tölur:

Fólk


Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
Auður
Svenson
Hrönnsla
Hubner
Óli Explorer

Jeepar og farartæki:

Willy
Hispi
Lilli
Barbí
MonteNegro
Bronson
Græna Þruman
Jeepinn
Explorer
?????

En er vel hægt að koma sér á þennan lista. Bara að tjá sig í athugasemdakerfinu hér fyrir neðan. Ekki missa af Helginni.

Kv
Undirbúnings- og eftirlitsnemdin

P.s. Rétt að minna svo á undirbúnings og eftirlitsferð um helgi komandi (svona ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum blindum manni og eða apa). Það verður fínn hópur sem þarna fer og ýmist gistir eða verður bara í dagsferð. Allir að taka virkan þátt í undirbúningi og eftirliti sem verður komið á fullt, þá meina ég bindfullt, skrið um helgina.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!