miðvikudagur, mars 22, 2006

100 dagar!

Jæja, gott fólk. Í dag eru tímamót, já það eru bara 100 dagar í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórmerkurferð. Það merkir bara að nú er heldur betur farið að halla niður í móti. Annað sem er svolítið magnað er að á morgun verða 99 dagar, sem er sami fjöldi daga og fjöldinn af loftbelgunum sem týska söngkonan Nina söng um á sínum tíma. Þá spriklandi um á Lederhosen.
Undirbúningsnemd eftirlitsdeildar er komin á fulla ferð. Það er farið að huga að enn einum silldar Pottþétt Þórsmerkur disknum og nokkur silldarlög kominn á listann.
Ljóst er að þessi tónsmið mun ekki vekja síðri lukku í eldhúsum á eyjunni fögru, suður af landinu svona mánuði síðar eða eftir svona ca 130 daga. Leyfileg skekkja er í þessari tölu.
Líka eru menn farnir að huga að fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferð í Mörkina. Jafnvel einhverja af fyrstu dögum aprílmánaðar
Nú er ekki seinna vænna fyrir fólk að fara að undirbúa sig fyrir Helgina.
Að lokum, svona áður en listinn birtist, vill nemdin minna á það að enn er hægt að skrá sig. Ungar stúlkur innan mengis hafa forgang og sama á við um gráfíkjur.

Hér kemur listinn:


Fólk

Stebbi Twist
VJ
Jarlaskáldið
Haffi
Adólf
Maggi Brabra
Frú Andrésson
Andrés Þór
Stóri Stúfur
Auður
Svenson
Hrönnsla


Farartæki

Willy
Hispi
Lilli
Lati-Krúser
Barbí
MonteNegro
Bronson
Brumm, brumm


Eins og sjá má þá hefur listi hina viljugu og staðföstu aðeins tekið breytingum. En breytingar þurfa ekki að vera til hins verra. Segi bara að lokum: Skál í botn og restina í hárið

Kv
Undirbúningnemd eftirlitsdeildar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!