laugardagur, september 24, 2005

Fréttir af fjöllum

Jarlaskáldið var rétt í þessu að hafa samband við fréttadeildina. En hann er staddur í jeppaferð með Halla Kristins, sem er með ykkur hérna á Bylgjunni, norðan jökla. Hann tjáði mér, og svekkti mann um leið, að sól og blíða væri þarna hjá þeim. Púður og skemmtilegheit. Hann reyndi að telja okkur trú um það að þeir hafi náð 70.km.klst hraða á sléttu einni. Þar sem um sólóvél er að ræða telst þetta ólíktlegt.

En smá ferðasaga þá kom liðið í skálann í Nýja-Dal rétt fyrir kl. 23:00 í gærkveldi og voru þá í einhverjum 8.psi en búnir að keyra mestan hluta í 12psi. Maður sem hleypir úr niður í 11.psi á leið í Þórsmörk. Amk þegar bjórkassinn er í aftursætinu.
Það var svo haldið áfram í morgun með stefnuna á Dreka. Skáldið var svo að opna sinn fyrsta bjór. Ágætis framistaða það. Spurning hvort hann þurfi að þiggja Marshalaðstoð? Eða jafnvel breytist í hnakka? Fylgist með.

Kv
Fréttadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!