miðvikudagur, september 22, 2004

Bústaðadeild VÍN fundaði í gær og komst að niðurstöðu um að best væri að fara í Grand buffey 8-10 okt. Gengið var í málið og pantaður bústaður þá helgi. Sem fyrr er hann í Úthlíð, með potti og svefnlofti. Búið er að ganga frá greiðslu á bústaðnum og mun því dagsetning ekki breytast aftur. Þeir sem komast ekki þá helgi, sorry þið missið af veislunni.
Nú er því málið að fara að huga að matnum. Hvað skal borða og hve mikið? Hver ætlar að versla? Hver ætlar að elda? Þar sem einungis eru rúmar tvær vikur í brottför þarf nú að fara að huga að þessu þar sem VÍNverjar eru nú ekki sérstaklega þekktir fyrir skjóta ákvarðanatöku.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!