mánudagur, ágúst 16, 2004

Nú um s.l. helgi brá jeppa- og gleðideild V.Í.N. sér í smá jeppaferð. Förinni var heitið á þann frumlega stað Landmannalaugar, þar sem ætlunin var að hitta fyrir göngudeildina og liggja í lauginni með öl í höndinni.

Það var svo um kvöldmatarleytið á laugardag sem undirritaður þ.e. Stebbalingurinn og Jarlaskáldið gátu komið sér úr bænum og var fararskjóti þeirra Willy að þessu sinn. Lilli er víst með einhvern Öræfaótta þessa dagana en það stendur víst til bóta. Fyrst var Skáldið sótt til síns heima og eftir að hafa fermað um borð í Willy var Krónan heimsótt og nokkrar nýlenduvörur verzlaðar eftir að því lauk var komið sér úr bænum. Það var gert stutt stopp í Hnakkaville þar sem Willy fékk að drekka og svo haldið sem leið lá upp í Hrauneyjar í bongó blíðu. Við renndum svo í Hrauneyjar rúmlega 21:00 og þar var fengið sér snæðningur sem var eitt stykki næðingur. Eftir að hafa nært sig var för haldið áfram, strax eftir að við beygðum út af malbikinu var nauðsynlegt að frelsa loft úr hjólbörðum sökum mikila þvottabretta. Við brú eina urðu á vegi okkar puttaferðalangar ogvar ekki hægt að veita þeim far vegna þess að tveir voru í bílnum. Ferðin inn í Laugar var nú frekar tíðindalítil nema hvað vegurinn inn eftir er hundleiðinlegur og ekkert annað að gera í stöðini nema drífa sig afram. Við renndum svo í hlað í Landmannalaugar rúmlega 22:00 þar sem Maggi Brabra og Halli Kristins sátu inn í Barbí og voru að hlusta á VVOB. Eftir að hafa lagt í næsta nágrenni við Barbí gat maður loks opnað bjór og var hann ljúfur. Fljótlegt var að koma upp tjöldunum og á meðan hlustaði maður á raunasögur Magga og Halla um Þjóðverja og laugina. Eftir að komið upp tjöldunum var lítið annað í stöðunni nema koma sér í laugina til að lauga sig. Þangað var skundað með nokkra öl með í för. Það verður bara að segjast að laugin var hin fínasta og ekki var ölið verra. Þarna kenndi ýmisa þjóða kvikindi og eftir að hafa spjallað við útlendinga sem innlendinga endaði með því að þarna hittum við kana af vellinum, þyrluflugmann, kom í ljós á spjalli við hann að þessi kappi hafði drekkt Land Rovernum sínum þarna. Ekki var maður lengi að bjóða fram aðstoð sína, enda með flugvirkjaverkfærin með í för, sem var vel þegið af þeim. Eftir að hafa legið nokkuð lengi í lauginni og 4.bjórum síðar var kominn tími á að koma sér upp úr enda orðinn bjórlaus. Ekki kann slíkt að veita á gott á þessum stað. Það var svo 2. bjórum seinna sem maður kom sér ofan í poka og skrapp í heimsókn til Óla Lokbrá eftir að náin við Þjóðverja höfðu átt sér stað. Það var góð kynning á landi og þjóð


Það var svo á hádegi á sunnudeginum sem maður vakandi við umhverfishljóð í þeim Magga og Halla. Voru þeir þá búnir að aftjalda. Eftir morgunmat, morgunbæn ogMullersæfingar var pakkað niður tjaldi og farangri. Þegar því lauk var kominn til að efna gefin loforð þ.e. að hjálpa þessum Kana og konu hans frá Tadsjikistan. Eftir að hafa skrúfað kertin úr, startað og séð gosbrunn koma út úr einum cylindrinum. Kertin skrúfuð í og Barbí gaf rafmagn eftir smá tíma fór svo Landinn í gang og það sem meira er þá virtist hann ganga ágætlega. Ekki er svo vitað hvernig heimferðin gekk hjá þeim en maður vonarhið besta. Við komum okkur svo af stað einhverntíma milli 13:00 og 14:00. Það var svo tekin vinstri beygja út á Dómadalsleið og var hún rölluð út á þjóðveg, með tilþrifum. Það var þó einn galli á gjöf Njödda en það var rykið sem var á veginum enda ekki yrjað úr lofti þarna í góðan tíma. Þegar við vorum svo komnir niður á Landveg og vorum að fanga loft í dekkin var ákveðið að stoppa á Pizza67 í Hnakkaville og horfa þar á einn knattspyrnuleik og jafnvel snæða örlítið. Slíkt var gert og flatbaka étin og skollað niður með öli eða gosi, fór eftir hvort bílstjórar áttu hlut að máli eða kóarar. Eftir leik var svo ferð slúttað.
Takk fyrir

Þar með lauk eiginlega sumrinu hjá V.Í.N. og eftir er bara Drykkjumenningarnæturgleði V.Í.N. sem lýkur sumrinu líkt og júróvísion er oft upphafið á sumri V.Í.N.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!