þriðjudagur, júlí 27, 2004

Verslunarmannahelgarnöll Þjálfa:

Þá er komið að því!!!
Undanfarasveit VÍN undirbýr sig nú af kappi fyrir sukk og svínarí helgarinnar.
Nú skal haldið í víking til eyjaklasa sem staðsettur er ekki svo langt suður af landi voru, Íslandi.
Koppurinn heitir Vestmannaeyjar og munum við þar éta, drekka og skemmta af okkur hausinn í kapp við hvern annann næstu 4-6 dagana (allt eftir því hversu duglegir menn hafa verið að láta vinnuveitanda sinn misnota sig).

Þeir sem fara fyrstir, eru "misnotaðastir" og  þorstinn hvað mest kvelur, eru ofvaxni sálfræðingurinn og annar helmingurinn af tvíburadvergakrúinu. Næstur í röðinni eru hinn tvíburasmjattpattinn sem mætir á fimmtudaginn....góða skemmtun í vinnunni Arnór!!!!.
Á föstudag munu svo hagfræðispekóið og Skúrítas bróðir nr. 1 og nr. 2 heiðra oss með nærveru sinni.

Ein helsta ástæða "útstáelsi" okkar, ku vera sú, að þá helgi sem flestallir landsmenn fá frí....nema verslunarmenn að sjálfsögðu, er haldin drykkjusamkoma af sverari sortinni og ku hún heita Þjóðhátíð 

Eyjaskeggjar sem lifa og drepast á þessu skeri eru víst ölkærir mjög og þekktir fyrir flest annað en leiðindi.  Ætlum við sem þangað förum að gera heiðarlega tilraun til að bergja af brunni brennivínsdrykkju og skrílsláta og snúa heim á leið með leiðinlega drykkjusiði í farteskinu.

Þeir sem flestu stjórna þarna suður af Hvolsvelli eru tveir valinkunnir brennivínsberserkir og djammkallar. Vill svo skemmtilega til að við þekkjum þá báða!!!
Sá fyrri er Kristinn nokkur Guðmundsson jarl af Áshamri  og sá seinni er umhverfismógúllinn Frosti Gíslason.
Munu þeir reyna eftir fremsta megni að stýra okkur og leiða, um krákustigu brennivínsins þessa helgina.
Hafa þeir meðal annars skipulagt ball fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag bara fyrir okkur. Ekki nóg með það heldur bæta þeir um betur og smella saman brennu, flugeldasýningu og brekkusöng (með fölskum hetjutenór)  eingöngu til þess að okkur leiðist ekki þessa daga.....hald'að sé nú!!!!

Við sem fórnum okkur þessa helgina munum eftir fremsta megni reyna að gefa þér lesandi góður, stemninguna beint í æð með símtölum og sms-skilaboðum alla helgina. Máttu búast við samtölum við einhvern okkar, svona 126-284 sinnum á dag alveg fram á mánudag.

Nú í öðrum fréttum er það helst, að Tyrolabræður munu standa fyrir skemmtikvöldum á ákveðnum bar í Selva dagana 19-29 mars á næsta ári einmitt þegar við verðum þar að leika okkur.........við skulum rétt vona að þeir mæti í göllunum.!!!!(lesist: Voru sumsé að panta í sömu ferð).

Þriðja sem vert er að nefnast á í nöldurpistli Þjálfa er það, að helgina eftir Þjóðhátíð þá mun Snorri hinn aldni pervert VÍN fara með lið sitt til "Hobbbnafjarðar" (lesist nefmælt) og munu þær etja þar kappi við "Hobbbnfirskar" knattspyrnukonur (lesist aftur nefmælt). Kom hann með þá hugmynd að við myndum kíkja austur í Skaftafell og jafnvel halda enn lengra eða alla leið á "Hobbbnafjörð" (enn og aftur lesist nefmælt) á leikinn. Gæti það hentað ágætlega því á "Hobbbnafirði" (....í enn eitt skiptið nefmælt!!!) býr einmitt maður að nafni Gunnar Ingi Valgeirsson. Skv. síðust talningu skuldum við honum heimsókn!!!
Dreifbýlistuðran nefndi það sérstaklega (fyrir Steppó, Nóra og VJ) að meirihluti liðsins væri á aldursbilinu 18-20 og félli því einstaklega vel í möguleikamengið!!!

Svo mörg voru þau orð.
Þakka þeim sem á hlýddu.

Þjálfi

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!