þriðjudagur, júní 15, 2004

Það virðist vera sem mikill öræfaótti sé í fólki í sambandi við Jónsmessuhelgina. Undirbúningsnemd eftirilitsdeildar minnir enn á fyrirhugaðaferð helgina 25-27.júní n.k. Nóg er af tjaldstæðum lausum, hvort sem er fólk ætlar að ganga yfir Fimmvörðuhálsinn eða láta er næga að mæta beint inn í Bása. 7.manns hafa skráð sig og laus pláss eru því 8 en möguleiki að bæta við ef svo ólíklega skyldi vera að fleiri bættist við.

Ekki að það eigi að vera þörf á áminningu. Í dag, þegar þetta er ritað, eru bara 17.dagar í að V.Í.N. haldi sína stórglæsilegu fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð. Þar sem margt verður gert sér og öðrum til gleði. Knattleikir, blautbolakeppnir og einhverjar verða kláraðar. Minni fólk á að fara safna áfengi og öðrum nauðþurftum sem ætlaðar eru fyrir svona hátíðir. Þeir sem ekki hafa fasta áskrift að fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð V.Í.N. eru vinsamlega beðnir að hafa tjá sig ef áhugi fyrir mætingu er fyrir hendi.

Kv
Sjálfskipaður miðhópur skemmdisviðs,
Undirbúningsnemdar eftirlitsdeild

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!