þriðjudagur, maí 04, 2004

Göngudeild V.Í.N. ákvað að sleppa öllum kröfugöngum á kommadeginum 2004 og þess í stað halda til fjalla og reyna við eitt stk. Fjall. Fjall það sem varð fyrir valinu var svo Hekla þar sem ætlunin var að skíða niður eftir að toppnum væri náð. Þrátt fyrir landlægðann öræfaótta innan V.Í.N. þá fóru 3.meðlimir V.Í.N. og einn fulltrúi Geitarinnar. Hér kemur sagan af því.

Jarlaskáldið renndi í hlað í Logafoldina, á Lilla, á slaginu 19:00 á föstudagskvöldinu 30.apríl sl til þess að sækja undirritaðan þ.e Stebbalinginn. Eftir að hafa sett dótið í Lilla var komið við í nýlenduvöruverslun áður en Grafarvogurinn var yfirgefin. Þegar við komum til VJ var kappinn í óða önn að setja skíðaboga á Hliðrunarsparkið. Þegar hann hafði lokið því af og komið sínu dóti fyrir í bílnum var sú ákvörðun tekin að renna við á samlokustað einum þar sem kvöldmatur skyldi snæddur. Eftir að hafa lokið því af var bara eitt að gera og það var að sækja fjörða ferðalanginn sem reyndist vera Magnús nokkur Fjalar, eða var það Erna nei Maggi Fjalar var það víst. Þegar hann hafði komið sínu fyrir í Hliðrunarsparkinu var ákveðið að hittast í Hnakkaville þar sem Lilli átti að fá að drekka og ætlaði VJ að verzla sér nýlenduvörur í leiðinni. Rúmlega 30.mín síðar renndum við í hlað í Hnakkaville þar sem sumir fengu að drekka meðan aðrir verzluðu nýlenduvörur. Á meðan notaði undirritaður tækifærið og virti fyrir sér úrval virtra herratímarita sem í boði voru. Eftir að menn og bílar höfðu gert það sem gera þurfti þarna í Hnakkaville var hægt að koma sér af stað og forða sér frá þessu kauptúni. Næsti viðkomustaður okkar var á slóðum lessumyndbandsins þar sem lyklar af náttstað okkar biðu þess að verða sóttir. Það má segja að hápunktur ferðar okkar á milli Hnakkaville og Landvegamóta hafi verið þegar við fórum yfir nýju Þjórsárbrúna. Þetta er alltaf jafn skemmtilegur kafli. Lyklana fengum við og nú var ekkert til fyrirstöðu að aka sem leið lá upp Landleiðina. Rétt eftir að við fórum framhjá afleggjarnum á Næfurholt lét VJ okkur vita að hann og Maggi Fjalar ætluðu að kanna hvort þeir myndu finna slóða einn sem liggur víst að NA hlíð Heklu, ég og Arnór ákváðum að halda áfram og bíða eftir þeim við Áfangagil. Þegar við Nóri komum að Dómadalsskiltinu ákváðum við betra væri að fara efri leiðina. Gekk för okkar ágætlega uns við beygðum út af garðinum og týndum við slóðanum í smá stund. Þegar við fundum svo slóðann aftur var bara hann ekinn uns við komum að skálanum við Áfangagil. Þar var dreginn upp öl á meðan við bíðum eftir þeim á Hliðrunarsparkinu. Við biðum og svo lengdist biðin. Ekkert bolaði á þeim félögum eftir ca 40.min bið þá ákvöðum við að aka uns við myndum ná símasambandi og síma á þá kappa. Kom þá í ljós að þeir voru ,,týndir´´ þ.e. höfðu farið inn á Dómadalsleið og framhjá þar sem maður beygir inn að Áfangagili og ekki farið nógu langt til baka. Við ókum því á móti þeim og hittum þá við fyrrnefnda beygju. Við renndum svo í hlað við skálann um miðnætti og komum okkur fyrir. Eftir að nokkar dósir voru tæmdir var farið í koju um 01:30 enda átti að taka daginn snemma, þó ekki í Róm.

Menn skriðu svo á lappir rúmlega 09:00, missnemma þó. Eftir morgunmat, morgunmessu og mullersæfingar var kvittað í gestabókina. Fyrst að hvorki Tiltektar Toggi né nein fulltrúi frá hreingerningardeild voru með í för þá þurftum við að ganga frá. Gekk það vonum framar, þó er það von okkur að þetta þurfum við aldrei að gera aftur, næst verður Tiltektar-Toggi með í för eða einhver fulltrúi hreingerningardeild V.Í.N. Sumir notuðu reyndar tækifærið og tóku fallprufarnir á kamrinum á meðan hreingerningum stóð. Við komum svo að rótum Heklu við Skjólkvíar um 11:00 og hófumst handa við að gera okkur klára fyrir göngu. Þess má geta að við stoppuðum á sama stað í fyrra og þá var talsvert meiri snjór en núna þrátt fyrir að við værum 2.vikum fyrr á ferðinni núna. Veður var þarna allt í lagi og vorum við fullir bjartýni að hann myndi rífa sig og bresta á með brakandi sól og blíðu. Svona eins og á Snæfó á sumardaginn fyrsta. Fyrsta hálftíman eða svo gengum við urð og grjóti uns við komum í snjó. Á þeim tíma varð alltaf hvassara og gekk aðeins á með éljum. Þegar við komum loks í snjó för færið að þyngjast. Hörð, frosinn þunn skel ofan á sem brotnaði undan og tók því vel á fyrir fyrsta mann. Þegar við vorum svo komnir í ca 1000 m.y.s var tekinn pása og haldinn fundur. Alltaf versnaði veðrið og við vissum að ekki myndi það skána eftir því sem ofar dró og því síður færið. Þarna var því ákveðið að snúa við. Menn skelltu undir sig skíðum eða brettum og var færið frekar hart, enda fóru menn eiginlega niður á köntunum til að byrja með. Við komum svo aftur að bílunum um 14:00 og vissum við þá að búið væri að opna í sundi og að við værum það tímanlega í því að ekki yrði búið að loka á okkur. Eftir að hafa snædd var ekið af stað uns við komum að vegamótum Dómadalur-Landvegur og þar var smá stopp sem notað var í að afloka, teygja aðeins úr sér og til ljósmynda. Potturinn í Laugalandi í Holtum var fínn, gufan frekar köld af gufu að vera, minnti mann á tyrknensku gufuna á Shandrani í magnaðri Ítalíuför 2003, verst þótti okkur þó að ekkert vatn var í rennibrautinni og enginn áhugi að brenna á sér bakið og þjófhnappana. Eftir sundferðina var hitað upp fyrir Kraftwerk tónleikana, lyklunum skilað og gert upp. Að lokum var svo ein pylsa í Hnakkaville ásamt því að góna á tjellingar. Í Hnakkaville var svo ferðinni slútað

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!